Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð 23. október 2012 00:00 Fjöldamorðum mótmælt Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í landinu gegn framferði hersins í byrjun mánaðarins.nordicphotos/AFP Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira