Átján ára í átján mánaða fangelsi 23. október 2012 07:00 .. Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira