Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2012 07:00 Stelpurnar í unglingalandsliðinu unnu líka gull og halda A-landsliðsstelpunum við efnið. Mynd/Vilhelm Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum. Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum.
Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira