Wow air kaupir Iceland Express Þórður Snær Júlíusson skrifar 24. október 2012 06:00 Skúli Mogensen er aðaleigandi Wow air og hefur verið duglegur að ausa fé í rekstur félagsins. Hann reiknar með að skila hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Vísir/Valli Wow air keypti í gær Iceland Express fyrir ótilgreinda upphæð. Skúli Mogensen, aðaleigandi Wow air, lagði félaginu til aukið fé til að hægt væri að ganga frá kaupunum. Pálmi Haraldsson, sem hefur átt Iceland Express í átta ár, hverfur út úr íslenskum flugheimi. Rúma viku tók að ganga frá kaupunum. Hið sameiginlega félag verður rekið undir merkjum Wow air þó að það komi til greina að reka einhvern hluta starfseminnar undir nafni Iceland Express. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Rekstur Iceland Express hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Félagið tapaði 2,7 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins, en félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár. Pálmi Haraldsson sagði frá því í yfirlýsingu í apríl síðastliðnum að hann hefði lagt Iceland Express til um tvo milljarða króna frá haustinu 2011. Til viðbótar breytti hann síðan um hálfum milljarði króna af skuldum félagsins við hann sjálfan í nýtt hlutafé í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í gær segir að hann sé ekki í vafa um að leiðandi hlutverk Iceland Express í flugsamkeppni hafi skipt miklu máli. „Því miður hefur það líka tekið sinn toll. Félagið hefur tapað miklu fé síðustu misserin sem bætt hefur verið upp með nýju fjármagni frá eiganda þess. Fátt bendir til annars en að í núverandi samkeppnisumhverfi félagsins verði áframhaldandi tap af rekstri nema róttækar breytingar komi til. Af þeirri ástæðu ákvað ég að bjóða íslenska félaginu Wow air að yfirtaka ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express". Skúli segir kaupin ekki hafa átt sér langan aðdraganda, þótt ákveðið daður hafi átt sér stað í svolítinn tíma. „Raunverulegar viðræður hófust ekki fyrr en fyrir rúmri viku. Þetta vannst hratt í litlum og þröngum hópi svo kaupin gætu klárast án þess að upplýsingar um þau væru komin út um allar trissur." Skúli segir að hluta starfsfólks Iceland Express verði boðin störf hjá Wow air en óhjákvæmilegt sé að kaupunum fylgi uppsagnir. „Það verður farið í þá vinnu núna að skoða nákvæmlega hvernig þessu verður háttað." Skúli lagði Wow air til hálfan milljarð króna í nýtt hlutafé í ágúst síðastliðnum. Hann lýsti því auk þess yfir í samtali við Fréttablaðið að hann hygðist auka hlutaféð enn frekar til að standa undir frekari vexti félagsins. Aðspurður segir hann að kaupin á Iceland Express hafi kallað á að hann legði Wow air til enn meira fé. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið. „Það var greitt fyrir þessi kaup, en upphæðin er ekki gefin upp." Greiðslan mun renna til Pálma. Það verður síðan hans að gera upp við þá sem hafa þjónustað Iceland Express. Að sögn Skúla kemur vel til greina að fjölga í hluthafahópi Wow air þegar fram líða stundir, en það verði ekki í nánustu framtíð. „Wow air er enn í örum uppbyggingarfasa og tel ég ekki tímabært að fjölga þeim. Það mun þó örugglega koma til tals á einhverjum tímapunkti." Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Sjá meira
Wow air keypti í gær Iceland Express fyrir ótilgreinda upphæð. Skúli Mogensen, aðaleigandi Wow air, lagði félaginu til aukið fé til að hægt væri að ganga frá kaupunum. Pálmi Haraldsson, sem hefur átt Iceland Express í átta ár, hverfur út úr íslenskum flugheimi. Rúma viku tók að ganga frá kaupunum. Hið sameiginlega félag verður rekið undir merkjum Wow air þó að það komi til greina að reka einhvern hluta starfseminnar undir nafni Iceland Express. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Rekstur Iceland Express hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Félagið tapaði 2,7 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins, en félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár. Pálmi Haraldsson sagði frá því í yfirlýsingu í apríl síðastliðnum að hann hefði lagt Iceland Express til um tvo milljarða króna frá haustinu 2011. Til viðbótar breytti hann síðan um hálfum milljarði króna af skuldum félagsins við hann sjálfan í nýtt hlutafé í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í gær segir að hann sé ekki í vafa um að leiðandi hlutverk Iceland Express í flugsamkeppni hafi skipt miklu máli. „Því miður hefur það líka tekið sinn toll. Félagið hefur tapað miklu fé síðustu misserin sem bætt hefur verið upp með nýju fjármagni frá eiganda þess. Fátt bendir til annars en að í núverandi samkeppnisumhverfi félagsins verði áframhaldandi tap af rekstri nema róttækar breytingar komi til. Af þeirri ástæðu ákvað ég að bjóða íslenska félaginu Wow air að yfirtaka ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express". Skúli segir kaupin ekki hafa átt sér langan aðdraganda, þótt ákveðið daður hafi átt sér stað í svolítinn tíma. „Raunverulegar viðræður hófust ekki fyrr en fyrir rúmri viku. Þetta vannst hratt í litlum og þröngum hópi svo kaupin gætu klárast án þess að upplýsingar um þau væru komin út um allar trissur." Skúli segir að hluta starfsfólks Iceland Express verði boðin störf hjá Wow air en óhjákvæmilegt sé að kaupunum fylgi uppsagnir. „Það verður farið í þá vinnu núna að skoða nákvæmlega hvernig þessu verður háttað." Skúli lagði Wow air til hálfan milljarð króna í nýtt hlutafé í ágúst síðastliðnum. Hann lýsti því auk þess yfir í samtali við Fréttablaðið að hann hygðist auka hlutaféð enn frekar til að standa undir frekari vexti félagsins. Aðspurður segir hann að kaupin á Iceland Express hafi kallað á að hann legði Wow air til enn meira fé. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið. „Það var greitt fyrir þessi kaup, en upphæðin er ekki gefin upp." Greiðslan mun renna til Pálma. Það verður síðan hans að gera upp við þá sem hafa þjónustað Iceland Express. Að sögn Skúla kemur vel til greina að fjölga í hluthafahópi Wow air þegar fram líða stundir, en það verði ekki í nánustu framtíð. „Wow air er enn í örum uppbyggingarfasa og tel ég ekki tímabært að fjölga þeim. Það mun þó örugglega koma til tals á einhverjum tímapunkti."
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Sjá meira