Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Flugvél snúið við vegna bilunar

Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engin U-beygja hjá Play

Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skæður hakkara­hópur herjar á fram­línu­starfs­menn

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Þrýst á flug­menn Land­helgis­gæslunnar meðan samningar tefjist

Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Kvartanir borist vegna aflýstra flug­ferða

Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Vægar viðreynslur en engir pervertar

Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play

Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flaug í einkaflugi með Støre

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. 

Innlent
Fréttamynd

Tekjur meiri af er­lendum ferða­mönnum og færri starfandi í ferða­þjónustu

Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls

Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki.

Innlent
Fréttamynd

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent
Fréttamynd

Stað­reyndir um Þristinn Gunn­faxa

Kristjan Már Unnarsson, fréttamaður skrifaði grein á visi.is sunnudaginn 15. júní sl. um meinta ólgu meðal félaga í DC 3 Þristavinafélaginu vegna sölu á flugvélaskrokks TF-ISB.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­fé­lög með ára­tuga sögu horfin af markaði

Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna.

Innlent