Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð 24. október 2012 05:00 Ráðhús Reykjavíkur Sveitarfélögin, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman í desember í fyrra í átaki til að tryggja atvinnuleitendum störf. Dregið hefur úr atvinnuleysi en sumir sem enn eru án vinnu eru að missa atvinnuleysisbætur. Borgin áætlar að útgjöld sín vegna fjárhagstoðar til framfærslu aukist þess vegna um þrjá milljarða króna á sex árum.FRéttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira