Forsvarsmenn Lýsingar hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Eins og komið hefur fram telur fjármögnunarfyrirtækið að gengislánadómur Hæstaréttar eigi ekki við um lánasafn sitt og tilkynnti í framhaldinu að ekki yrði ráðist í endurútreikninga.
Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, sagði í viðtali við Stöð 2 á mánudag að hann teldi að fordæmisgildi dómsins fyrir bílalán, og önnur slík lán, í fljótu bragði umtalsvert. Þess vegna er fundurinn í dag boðaður með fulltrúum Lýsingar og sérfræðinga sem skýrt geta málið frekar.- shá
