Tækifæri til sátta Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. október 2012 06:00 Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri. Það liggur fyrir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar binda ekki hendur Alþingis. Á það bentu stjórnarandstæðingar og það viðurkenndi líka Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Hún vísaði til starfs lögfræðinganefndar, sem á að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs og setja þær í frumvarpsbúning. Hópurinn á að skoða tillögurnar meðal annars með tilliti til alþjóðlegra mannréttindasáttmála, innra samræmis og mögulegra mótsagna, réttarverndar miðað við núverandi stjórnarskrá og möguleika á að menn byggi málsókn gegn ríkinu á nýjum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þessi yfirferð mun að öllum líkindum ekki eingöngu leiða til „tæknilegra" breytinga á tillögum stjórnlagaráðs, heldur líka efnislegra breytinga. Það segir sig eiginlega sjálft, enda hefur málið aldrei fengið neina efnislega meðferð á Alþingi. „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þótt hún undirstrikaði einnig að efnislegar breytingar ætti ekki að gera nema til þess stæðu „mjög sterk og efnisleg rök." Svör kjósenda við fimm efnislegum spurningum um innihald stjórnarskrárinnar hljóta að veita Alþingi ríka leiðsögn. Þannig kemur varla annað til greina en að þingið sameinist um að jafna atkvæðisrétt, auka persónukjör, gefa tilteknu hlutfalli kjósenda kost á að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, halda ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni og setja í hana ákvæði um auðlindir. Um aðra þætti stjórnarskrárinnar hefur þingið frjálsari hendur, þótt tillögur stjórnlagaráðs séu lagðar til grundvallar frumvarpi um málið. Það er til dæmis áfram full ástæða til að skoða vandlega mannréttindakafla tillagnanna og ákvæðin um forsetaembættið. Í einhverjum tilvikum getur þurft að hnika til orðalagi til að ná sátt, til dæmis í auðlindaákvæðinu. Þannig benti Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á það í umræðunum í gær að sjálfstæðismenn gerðu ekki ágreining um slíkt ákvæði í stjórnarskrá, en vildu ræða orðalagið. Nokkur atriði liggja ljós fyrir. Í fyrsta lagi að eigi að nást víðtæk sátt, bæði á þingi og í þjóðfélaginu, um breytta stjórnarskrá mun þurfa að gera breytingar á tillögum stjórnlagaráðs. Í öðru lagi fela vönduð vinnubrögð þingsins meðal annars í sér að hlustað verði á gagnrýni og tillögur þeirra sérfræðinga, sem hafa verið fengnir til að rýna upplegg ráðsins. Í þriðja lagi þarf þingið að gefa sér þann tíma sem þarf í þessa efnislegu yfirferð og vinna eftir nokkuð stífu, fyrirfram ákveðnu tímaplani. Mál af þessari stærðargráðu má ekki lenda í klassísku uppnámi í þinglok. Ef þessu er öllu til skila haldið virðist grundvöllur fyrir því að hægt verði að afgreiða breytingar á stjórnarskránni í sátt. Það er rétt hjá forsætisráðherranum að slík niðurstaða er líkleg til að efla trúverðugleika Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri. Það liggur fyrir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar binda ekki hendur Alþingis. Á það bentu stjórnarandstæðingar og það viðurkenndi líka Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Hún vísaði til starfs lögfræðinganefndar, sem á að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs og setja þær í frumvarpsbúning. Hópurinn á að skoða tillögurnar meðal annars með tilliti til alþjóðlegra mannréttindasáttmála, innra samræmis og mögulegra mótsagna, réttarverndar miðað við núverandi stjórnarskrá og möguleika á að menn byggi málsókn gegn ríkinu á nýjum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þessi yfirferð mun að öllum líkindum ekki eingöngu leiða til „tæknilegra" breytinga á tillögum stjórnlagaráðs, heldur líka efnislegra breytinga. Það segir sig eiginlega sjálft, enda hefur málið aldrei fengið neina efnislega meðferð á Alþingi. „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þótt hún undirstrikaði einnig að efnislegar breytingar ætti ekki að gera nema til þess stæðu „mjög sterk og efnisleg rök." Svör kjósenda við fimm efnislegum spurningum um innihald stjórnarskrárinnar hljóta að veita Alþingi ríka leiðsögn. Þannig kemur varla annað til greina en að þingið sameinist um að jafna atkvæðisrétt, auka persónukjör, gefa tilteknu hlutfalli kjósenda kost á að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, halda ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni og setja í hana ákvæði um auðlindir. Um aðra þætti stjórnarskrárinnar hefur þingið frjálsari hendur, þótt tillögur stjórnlagaráðs séu lagðar til grundvallar frumvarpi um málið. Það er til dæmis áfram full ástæða til að skoða vandlega mannréttindakafla tillagnanna og ákvæðin um forsetaembættið. Í einhverjum tilvikum getur þurft að hnika til orðalagi til að ná sátt, til dæmis í auðlindaákvæðinu. Þannig benti Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á það í umræðunum í gær að sjálfstæðismenn gerðu ekki ágreining um slíkt ákvæði í stjórnarskrá, en vildu ræða orðalagið. Nokkur atriði liggja ljós fyrir. Í fyrsta lagi að eigi að nást víðtæk sátt, bæði á þingi og í þjóðfélaginu, um breytta stjórnarskrá mun þurfa að gera breytingar á tillögum stjórnlagaráðs. Í öðru lagi fela vönduð vinnubrögð þingsins meðal annars í sér að hlustað verði á gagnrýni og tillögur þeirra sérfræðinga, sem hafa verið fengnir til að rýna upplegg ráðsins. Í þriðja lagi þarf þingið að gefa sér þann tíma sem þarf í þessa efnislegu yfirferð og vinna eftir nokkuð stífu, fyrirfram ákveðnu tímaplani. Mál af þessari stærðargráðu má ekki lenda í klassísku uppnámi í þinglok. Ef þessu er öllu til skila haldið virðist grundvöllur fyrir því að hægt verði að afgreiða breytingar á stjórnarskránni í sátt. Það er rétt hjá forsætisráðherranum að slík niðurstaða er líkleg til að efla trúverðugleika Alþingis.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun