Tekist á um hve margir fá að velja á framboðslista 25. október 2012 07:30 formannskjör Höskuldur, Sigmundur Davíð og Páll Magnússon buðu sig allir fram til formanns árið 2009. Sumir heimildarmanna blaðsins líta á slaginn í Norðausturkjördæmi sem framhald af þeirri baráttu.fréttbalaðið/anton Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira