Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé 26. október 2012 00:30 Börn í Aleppo Ekkert virðist ætla að verða úr fjögurra daga vopnahléi. nordicphotos/AFP nordicphotos/afp Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb
Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira