Bindandi bindandi 26. október 2012 06:00 Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins: „Gildistaka nýrrar stjórnarskrár. Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu." Þetta voru þær upplýsingar sem við sem kjósendur höfðum þegar við gengum að kjörborðinu á laugardaginn var. Meirihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði sem sagt þau áform um framhaldið að Alþingi myndi smíða frumvarp upp úr tillögum stjórnlagaráðs, samþykkja það, rjúfa þing, boða til kosninga, nýtt þing samþykkja frumvarpið óbreytt og að því loknu yrði það lagt fyrir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er hins vegar komin fram ný hugmynd. Jóhanna Sigurðardóttir er komin á þá skoðun að kjósa eigi um nýja stjórnarskrá samhliða þingkosningum í vor. Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti sem reglunum er breytt í miðjum leik. Sem áhorfanda og þátttakanda er mér farið að líða eins og persónu í ákveðnu myndbandi með Steinda: „Ókei, ég er kominn í dubstep. Bíddu er búið að breyta aftur? Hvað er málið núna?" Áður en menn halda áfram að hneykslast yfir því að einhverjir þingmenn telji sig bundna af samvisku sinni en ekki af niðurstöðum kosninga sem einhver annar boðaði, ættum við þá ekki að velta því fyrir okkur hvort ekki væri ágætt að einhverjum kröfum um formalisma væri fylgt við breytingar á stjórnarskrá og hvort ekki væri eðlilegt að krefjast þess að þeir sem flestu ráða í þessum málum standi við skriflegar yfirlýsingar? Þetta er ekki sagt til að skapa leiðindi en sumt verður að setja á hreint: Menn geta ekki stöðugt breytt settum reglum og undrast svo að sumir verði fúlir og neiti að taka þátt í sýningunni. Nú er það ekki endilega þannig að hugmyndir um atkvæðagreiðslu um eitthvað samhliða þingkosningum geti með engu móti gengið upp. Ef einhver ofursátt um slíkt fyrirkomulag hefði náðst áður, eða myndi nást nú, þá gæti slíkt alveg gengið. En öðru var lofað og við það ætti að standa nema að bókstaflega allir séu sáttir við annað. Það eru nokkrir vankantar við þessa tvöföldu kosningu. Sá fyrsti er sá að hún hefur þann augljósa tilgang að þjappa ríkisstjórninni saman og draga smáflokka á vinstri vængnum í fang hennar í aðdraganda kosninga og að þeim loknum. Hugmyndin er því skiljanleg frá pólitískum hagsmunum stjórnarinnar en eykur ekki líkur á því að málið verði unnið í sátt og af einhverju viti. Annar ókosturinn er sá að þannig styttist sá tími sem Alþingi hefur til að klára málið enda þarf að boða til þjóðaratkvæðis með þriggja mánaða fyrirvara. Vonandi að engum fari að detta í hug að boða til atkvæðagreiðslunnar með enn skemmri fyrirvara eða gera það áður en lokatillagan liggur fyrir. Það þarf tíma til að ræða þessi mál efnislega og af einhverri alvöru. Og í alvöru talað, það er þörf á þessum þremur mánuðum. Þann tíma mætti til dæmis nýta til að leita til Feneyjanefndar Evrópuráðsins eða annarra alþjóðlegra stofnana sem beinlínis eru settar upp til að vera ríkjum innan handar þegar þau gera breytingar á stjórnarskrá. Á heimasíðu Feneyjanefndarinnar má til dæmis lesa nýleg álit á stjórnarskrárbreytingum í Belgíu og Ungverjalandi. Álitin eru samin að beiðni viðkomandi ríkja. Það er miður að Ísland hafi ekki nýtt sér þessa þjónustu. Þriðji og stærsti ókosturinn er hins vegar sá að atkvæðagreiðsla samhliða þingkosningum getur aldrei orðið annað en (aftur) ráðgefandi. Að loknum kosningum munu þingmenn þurfa að greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingarnar, bundnir einungis við sannfæringu sína en ekki við nein fyrirmæli frá öðru fólki. Sama hvað menn segja þá er ráðgefandi atkvæðagreiðsla ekki „í raun bindandi". Hún er í raun ráðgefandi. Ef menn ætla að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu sem er í raun bindandi þá þarf hún að vera bindandi. Ekki „siðferðislega" eða „pólitískt" bindandi heldur bara bindandi. Bindandi bindandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins: „Gildistaka nýrrar stjórnarskrár. Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu." Þetta voru þær upplýsingar sem við sem kjósendur höfðum þegar við gengum að kjörborðinu á laugardaginn var. Meirihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði sem sagt þau áform um framhaldið að Alþingi myndi smíða frumvarp upp úr tillögum stjórnlagaráðs, samþykkja það, rjúfa þing, boða til kosninga, nýtt þing samþykkja frumvarpið óbreytt og að því loknu yrði það lagt fyrir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er hins vegar komin fram ný hugmynd. Jóhanna Sigurðardóttir er komin á þá skoðun að kjósa eigi um nýja stjórnarskrá samhliða þingkosningum í vor. Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti sem reglunum er breytt í miðjum leik. Sem áhorfanda og þátttakanda er mér farið að líða eins og persónu í ákveðnu myndbandi með Steinda: „Ókei, ég er kominn í dubstep. Bíddu er búið að breyta aftur? Hvað er málið núna?" Áður en menn halda áfram að hneykslast yfir því að einhverjir þingmenn telji sig bundna af samvisku sinni en ekki af niðurstöðum kosninga sem einhver annar boðaði, ættum við þá ekki að velta því fyrir okkur hvort ekki væri ágætt að einhverjum kröfum um formalisma væri fylgt við breytingar á stjórnarskrá og hvort ekki væri eðlilegt að krefjast þess að þeir sem flestu ráða í þessum málum standi við skriflegar yfirlýsingar? Þetta er ekki sagt til að skapa leiðindi en sumt verður að setja á hreint: Menn geta ekki stöðugt breytt settum reglum og undrast svo að sumir verði fúlir og neiti að taka þátt í sýningunni. Nú er það ekki endilega þannig að hugmyndir um atkvæðagreiðslu um eitthvað samhliða þingkosningum geti með engu móti gengið upp. Ef einhver ofursátt um slíkt fyrirkomulag hefði náðst áður, eða myndi nást nú, þá gæti slíkt alveg gengið. En öðru var lofað og við það ætti að standa nema að bókstaflega allir séu sáttir við annað. Það eru nokkrir vankantar við þessa tvöföldu kosningu. Sá fyrsti er sá að hún hefur þann augljósa tilgang að þjappa ríkisstjórninni saman og draga smáflokka á vinstri vængnum í fang hennar í aðdraganda kosninga og að þeim loknum. Hugmyndin er því skiljanleg frá pólitískum hagsmunum stjórnarinnar en eykur ekki líkur á því að málið verði unnið í sátt og af einhverju viti. Annar ókosturinn er sá að þannig styttist sá tími sem Alþingi hefur til að klára málið enda þarf að boða til þjóðaratkvæðis með þriggja mánaða fyrirvara. Vonandi að engum fari að detta í hug að boða til atkvæðagreiðslunnar með enn skemmri fyrirvara eða gera það áður en lokatillagan liggur fyrir. Það þarf tíma til að ræða þessi mál efnislega og af einhverri alvöru. Og í alvöru talað, það er þörf á þessum þremur mánuðum. Þann tíma mætti til dæmis nýta til að leita til Feneyjanefndar Evrópuráðsins eða annarra alþjóðlegra stofnana sem beinlínis eru settar upp til að vera ríkjum innan handar þegar þau gera breytingar á stjórnarskrá. Á heimasíðu Feneyjanefndarinnar má til dæmis lesa nýleg álit á stjórnarskrárbreytingum í Belgíu og Ungverjalandi. Álitin eru samin að beiðni viðkomandi ríkja. Það er miður að Ísland hafi ekki nýtt sér þessa þjónustu. Þriðji og stærsti ókosturinn er hins vegar sá að atkvæðagreiðsla samhliða þingkosningum getur aldrei orðið annað en (aftur) ráðgefandi. Að loknum kosningum munu þingmenn þurfa að greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingarnar, bundnir einungis við sannfæringu sína en ekki við nein fyrirmæli frá öðru fólki. Sama hvað menn segja þá er ráðgefandi atkvæðagreiðsla ekki „í raun bindandi". Hún er í raun ráðgefandi. Ef menn ætla að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu sem er í raun bindandi þá þarf hún að vera bindandi. Ekki „siðferðislega" eða „pólitískt" bindandi heldur bara bindandi. Bindandi bindandi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun