Undrið með hanskana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. október 2012 09:00 Gainey veifar hér til áhorfenda sem fögnuðu honum ákaft um síðustu helgi. Mynd/Nordic Photos/Getty Golfheimurinn stóð á öndinni um síðustu helgi þegar óþekktur og afar óvenjulegur kylfingur að nafni Tommy Gainey vann mót á PGA-mótaröðinni. Hann skákaði mönnum á borð við Jim Furyk og Davis Love III við á mótinu. Hann spilaði lokahringinn á McGladrey Classic-mótinu á 60 höggum og setti vallarmet. Hann var ekki fjarri því að setja niður pútt fyrir 59 höggum. Það er ekkert mjög langt síðan hinn 37 ára gamli Gainey vann á færibandi við að pakka einangrun í hitabrúsa. Efnahagshrunið kostaði hann síðan starfið og þá varð hann að gera eitthvað annað. Gainey lék hafnabolta á sínum yngri árum og hann sveiflar golfkylfu nánast eins og hafnaboltakylfu. Golfkennarar tala látlaust um rétt grip og rétta sveiflu. Gainey er sjálflærður og brýtur öll lögmál golfsins með villtri sveiflu, handahófskenndu gripi og tvennum hönskum. Kylfingurinn notar ekki einu sinni venjulega golfhanska heldur blauthanska. Hann púttar líka í hönskunum og þarf ekki að koma á óvart að viðurnefni hans sé „Tommy two gloves". Hann trúir heldur ekki á of mikla hreyfingu. Fer aldrei í ræktina. Honum finnst næg hreyfing að labba alla þessa golfhringi.hanskarnir af Gainey kátur með bikarinn.nordicphotos/gettyÞegar hann var að byrja í golfinu lék hann á litlum mótaröðum sem eru ekki til lengur. Hann skapaði sér þó nafn er hann tók þátt í raunveruleikaþætti á Golf Channel. Maðurinn með hafnaboltahanskana vakti eðlilega mikla athygli. Hann komst inn á PGA-mótaröðina árið 2008 en gekk illa fyrsta árið. Komst aðeins í gegnum niðurskurðinn á 5 mótum af 23. Þannig var þetta áfram en honum óx smám saman ásmegin. Eitt fyrirtæki stóð með honum þá og gerir enn þann dag í dag. Það er fyrirtækið þar sem hann stóð við færibandið á sínum tíma. Tveggja hanska Tommy dreymdi eflaust um að vinna mót á PGA-mótaröðinni en það kom honum á óvart að hafa unnið. Hann var sjö höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokadaginn. Hann þurfti svo að bíða í tvo tíma eftir að Furyk, Love og David Toms kæmu í hús. Menn sem hafa unnið 49 sinnum á mótaröðinni, þrjú stórmót og 17 sinnum verið í Ryder-liði. Engum þeirra tókst að ná honum. „Ja, hérna. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja," sagði Gainey eftir að hafa unnið mótið. „Ég er að spila við bestu kylfinga heims. Menn sem hafa unnið stórmót en ég hef aðeins unnið í raunveruleikaþætti. Það er ótrúlegt að geta sagt núna að ég hafi unnið PGA-mót. Þvílíkur dagur. Ég bíð enn eftir að einhver slái mig utan undir og segi mér að þetta hafi verið draumur." Gainey fagnaði titlinum með því að skála í bjór. Honum fannst það meira við hæfi en að opna kampavín. Þetta alþýðlega fas og almenn hógværð er að gera hann að stórstjörnu. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfheimurinn stóð á öndinni um síðustu helgi þegar óþekktur og afar óvenjulegur kylfingur að nafni Tommy Gainey vann mót á PGA-mótaröðinni. Hann skákaði mönnum á borð við Jim Furyk og Davis Love III við á mótinu. Hann spilaði lokahringinn á McGladrey Classic-mótinu á 60 höggum og setti vallarmet. Hann var ekki fjarri því að setja niður pútt fyrir 59 höggum. Það er ekkert mjög langt síðan hinn 37 ára gamli Gainey vann á færibandi við að pakka einangrun í hitabrúsa. Efnahagshrunið kostaði hann síðan starfið og þá varð hann að gera eitthvað annað. Gainey lék hafnabolta á sínum yngri árum og hann sveiflar golfkylfu nánast eins og hafnaboltakylfu. Golfkennarar tala látlaust um rétt grip og rétta sveiflu. Gainey er sjálflærður og brýtur öll lögmál golfsins með villtri sveiflu, handahófskenndu gripi og tvennum hönskum. Kylfingurinn notar ekki einu sinni venjulega golfhanska heldur blauthanska. Hann púttar líka í hönskunum og þarf ekki að koma á óvart að viðurnefni hans sé „Tommy two gloves". Hann trúir heldur ekki á of mikla hreyfingu. Fer aldrei í ræktina. Honum finnst næg hreyfing að labba alla þessa golfhringi.hanskarnir af Gainey kátur með bikarinn.nordicphotos/gettyÞegar hann var að byrja í golfinu lék hann á litlum mótaröðum sem eru ekki til lengur. Hann skapaði sér þó nafn er hann tók þátt í raunveruleikaþætti á Golf Channel. Maðurinn með hafnaboltahanskana vakti eðlilega mikla athygli. Hann komst inn á PGA-mótaröðina árið 2008 en gekk illa fyrsta árið. Komst aðeins í gegnum niðurskurðinn á 5 mótum af 23. Þannig var þetta áfram en honum óx smám saman ásmegin. Eitt fyrirtæki stóð með honum þá og gerir enn þann dag í dag. Það er fyrirtækið þar sem hann stóð við færibandið á sínum tíma. Tveggja hanska Tommy dreymdi eflaust um að vinna mót á PGA-mótaröðinni en það kom honum á óvart að hafa unnið. Hann var sjö höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokadaginn. Hann þurfti svo að bíða í tvo tíma eftir að Furyk, Love og David Toms kæmu í hús. Menn sem hafa unnið 49 sinnum á mótaröðinni, þrjú stórmót og 17 sinnum verið í Ryder-liði. Engum þeirra tókst að ná honum. „Ja, hérna. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja," sagði Gainey eftir að hafa unnið mótið. „Ég er að spila við bestu kylfinga heims. Menn sem hafa unnið stórmót en ég hef aðeins unnið í raunveruleikaþætti. Það er ótrúlegt að geta sagt núna að ég hafi unnið PGA-mót. Þvílíkur dagur. Ég bíð enn eftir að einhver slái mig utan undir og segi mér að þetta hafi verið draumur." Gainey fagnaði titlinum með því að skála í bjór. Honum fannst það meira við hæfi en að opna kampavín. Þetta alþýðlega fas og almenn hógværð er að gera hann að stórstjörnu.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira