Bragðlaukar barna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga". Mótmæli kennaranna vekja upp ýmsar spurningar. Hvers vegna er matur sem boðinn er börnum ekki nógu góður fyrir fullorðið fólk? Hvað mótar matarsmekk barna? Mótast hann ekki einmitt að stórum hluta af þeim mat sem þeim er boðinn? Ungur nemur, gamall temur: Barn sem fær að stórum hluta unninn mat, mat sem meðal annars inniheldur maukuð hráefni, sterkju, salt og sykur umfram það sem hóflegt má teljast, er líklegt til að hafa smekk fyrir slíkum mat og hafa um leið síður smekk fyrir mat sem er minna unninn, svo sem kjöti sem þarf að tyggja. Og það sem verra er, barn sem hefur alist upp við slíkan kost er einnig líklegt til þess að velja hann áfram þegar það verður fullorðið. Að sama skapi er barn sem elst upp við að borða mat úr hráefnum sem ljóst er hver eru, mat sem þarf að tyggja og er hóflega saltaður, líklegt til að fúlsa við unna matnum, rétt eins og kennararnir í Hafnarfirði gera. Það er umhugsunarefni að mörg sveitarfélög bjóði hvort heldur sem er börnum eða fullorðnum mat sem að talsverðum hluta er unnin vara með óskilgreindu innihaldi. Matseðill vikunnar í einum skóla hljóðar til dæmis upp á kjötbollur með hvítkálsjafningi og soðnum kartöflum, heimalagaðan fiskbúðing með hrísgrjónum og karrýsósu, penne pasta (án frekari útlistana), létt-nætursaltaða ýsu með soðnum kartöflum og sinnepssósu, grjónagraut, lifrarpylsu og brauð með osti. Hér er fiskurinn í lagi, grjónagrauturinn og slátrið líka, sé það ekki ofnotað, en annað getur ekki talist góður matur. Hver og einn getur velt því fyrir sér hvort hann hefði áhuga á að vera í fæði upp á þennan kost og hvort hann telur hann heilsusamlegan fyrir börn eða fullorðna. Skólar eru uppeldisstofnanir og það er ekki hægt að taka matartímann út fyrir sviga þar, hvorki matinn sem fram er borinn né þá umgjörð sem börnum er búin þegar þau matast. Sem betur fer fjölgar þeim skólum sem bjóða einfaldan og hollan mat. Matseðill vikunnar í einum grunnskóla Reykjavíkur hljóðar til dæmis upp á skyr, rjómabland, smurt brauð og ávexti, kornhjúpaðan þorsk með hrísgrjónum, tómatmauksósu og fersku grænmeti, kínanúðlur með grænmeti og kjúklingi, gufusoðna ýsu með kartöflum, smjöri og fersku grænmeti og bayonne-skinku með brúnuðum kartöflum, sósu og rauðkáli. Ekki fullkominn en traustur og ágætur matseðill. Hvort sem um er að kenna vankunnáttu eða metnaðarleysi er enn allt of algengt að matseðill skóla stjórnist af því hvað er hagkvæmast með tilliti til vinnu og kostnaðar en minna sé horft til hollustu matarins og þess uppeldishlutverks sem skólamötuneyti gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga". Mótmæli kennaranna vekja upp ýmsar spurningar. Hvers vegna er matur sem boðinn er börnum ekki nógu góður fyrir fullorðið fólk? Hvað mótar matarsmekk barna? Mótast hann ekki einmitt að stórum hluta af þeim mat sem þeim er boðinn? Ungur nemur, gamall temur: Barn sem fær að stórum hluta unninn mat, mat sem meðal annars inniheldur maukuð hráefni, sterkju, salt og sykur umfram það sem hóflegt má teljast, er líklegt til að hafa smekk fyrir slíkum mat og hafa um leið síður smekk fyrir mat sem er minna unninn, svo sem kjöti sem þarf að tyggja. Og það sem verra er, barn sem hefur alist upp við slíkan kost er einnig líklegt til þess að velja hann áfram þegar það verður fullorðið. Að sama skapi er barn sem elst upp við að borða mat úr hráefnum sem ljóst er hver eru, mat sem þarf að tyggja og er hóflega saltaður, líklegt til að fúlsa við unna matnum, rétt eins og kennararnir í Hafnarfirði gera. Það er umhugsunarefni að mörg sveitarfélög bjóði hvort heldur sem er börnum eða fullorðnum mat sem að talsverðum hluta er unnin vara með óskilgreindu innihaldi. Matseðill vikunnar í einum skóla hljóðar til dæmis upp á kjötbollur með hvítkálsjafningi og soðnum kartöflum, heimalagaðan fiskbúðing með hrísgrjónum og karrýsósu, penne pasta (án frekari útlistana), létt-nætursaltaða ýsu með soðnum kartöflum og sinnepssósu, grjónagraut, lifrarpylsu og brauð með osti. Hér er fiskurinn í lagi, grjónagrauturinn og slátrið líka, sé það ekki ofnotað, en annað getur ekki talist góður matur. Hver og einn getur velt því fyrir sér hvort hann hefði áhuga á að vera í fæði upp á þennan kost og hvort hann telur hann heilsusamlegan fyrir börn eða fullorðna. Skólar eru uppeldisstofnanir og það er ekki hægt að taka matartímann út fyrir sviga þar, hvorki matinn sem fram er borinn né þá umgjörð sem börnum er búin þegar þau matast. Sem betur fer fjölgar þeim skólum sem bjóða einfaldan og hollan mat. Matseðill vikunnar í einum grunnskóla Reykjavíkur hljóðar til dæmis upp á skyr, rjómabland, smurt brauð og ávexti, kornhjúpaðan þorsk með hrísgrjónum, tómatmauksósu og fersku grænmeti, kínanúðlur með grænmeti og kjúklingi, gufusoðna ýsu með kartöflum, smjöri og fersku grænmeti og bayonne-skinku með brúnuðum kartöflum, sósu og rauðkáli. Ekki fullkominn en traustur og ágætur matseðill. Hvort sem um er að kenna vankunnáttu eða metnaðarleysi er enn allt of algengt að matseðill skóla stjórnist af því hvað er hagkvæmast með tilliti til vinnu og kostnaðar en minna sé horft til hollustu matarins og þess uppeldishlutverks sem skólamötuneyti gegna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun