Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax" 11. nóvember 2012 11:00 Orri Vigfússon Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði