Sagan endurtekur sig 8. nóvember 2012 00:01 Vínylplötusafn Bítlanna kostar tugi þúsunda. Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustandinn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínylplöturnar með notkun. Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu dýrari en geisladiskurinn. Ástæðurnar eru hærri framleiðslukostnaður og meiri gæði. Geisladiskurinn getur aldrei náð þessum hlýja og náttúrulega hljómi sem vínylplatan býður upp á. Og svo er snarkið svo notalegt. Verðmunurinn er augljós þegar við berum saman stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínylplötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar. Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þremur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheldur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60 þúsund. Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynduninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun. Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn. Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustandinn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínylplöturnar með notkun. Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu dýrari en geisladiskurinn. Ástæðurnar eru hærri framleiðslukostnaður og meiri gæði. Geisladiskurinn getur aldrei náð þessum hlýja og náttúrulega hljómi sem vínylplatan býður upp á. Og svo er snarkið svo notalegt. Verðmunurinn er augljós þegar við berum saman stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínylplötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar. Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þremur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheldur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60 þúsund. Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynduninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun. Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn.
Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira