Kaupin á Eirinni Stígur Helgason skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Alveg er það makalaust hvað er hægt að þyrla upp miklu moldviðri í kringum eitt hjúkrunarheimili. Eir skuldar einhverjar krónur og samfélagið fer á hliðina. Það var svo sem ekki við öðru að búast en að fjölmiðlar, pólitíkusar og almenningur myndi nýta þetta leiðindamál til að fara í enn eina nornaveiðiferðina. Fátt lætur okkur Íslendingum betur en að kenna einhverjum um þegar hlutir fara aðeins úrskeiðis. Alltaf skal draga menn til ábyrgðar. Eins og það leysi eitthvað. Trúir í alvörunni einhver að farsæll og vammlaus stjórnmálamaður á borð við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson hafi í starfi sínu sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Eirar heyrt viðvörunarbjöllur gella og hunsað þær? Lokað augunum, snúið sér í hring og vonað að þær þögnuðu? Að gamli, góði Villi – þessi yfirlýsti vinur gamla fólksins til áratuga – hafi leynt afleitri fjárhagsstöðu fyrir heimilismönnum, stjórnarmönnum, eftirmanni sínum – bara yfirhöfuð leynt einhverju fyrir einhverjum? Af hverju skyldi hann gera það? Man fólk eftir REI-málinu? Þegar samherjar hans í borgarstjórn gerðu að honum einhverja ósvífnustu atlögu í íslenskri stjórnmálasögu? Og hvers vegna? Jú, af því að hann hafði til að bera þá áræðni sem þurfti til að fara með Orkuveituna í ábatasama útrás með Hannesi Smárasyni. Nei, hann hélt þeim ekki upplýstum um gang mála en það var bara af því að hann grunaði að þá mundu þessir ungu og rögu afturhaldsseggir setja honum stólinn fyrir dyrnar. Sem varð auðvitað raunin. Afleiðingar þess fyrir Reykvíkinga verða seint metnar til fjár. Já, nei. Vitaskuld leyndi Vilhjálmur engu. Skýringin er miklu einfaldari, því að það eru jú tvær hliðar á öllum málum eins og núverandi framkvæmdastjóri Eirar benti á í samtali við DV: „Ég held að menn hafi kannski bara mismunandi fjármálalæsi og sjái hlutina á ólíkan hátt.“ En ekki hvað? Við getum varla ætlast til þess að allir hafi sömu skoðun á því hversu vont það er fyrir hjúkrunarheimili að skulda átta milljarða og vera með neikvætt eigið fé. Sínum augum lítur hver silfrið – nú eða eirinn. Og nú er búið að bola honum úr stjórninni – manninum sem mesta þekkingu hafði á rekstrinum og hefði svo glaður viljað hjálpa til við að greiða úr flækjunni. Það var eftir öðru. Auðvitað er þetta allt tómt væl. Gamla fólkið vissi alveg að það var að taka áhættu þegar það fjárfesti aleigunni í fasteignaprójekti á óvissutímum. Því mundi aldrei endast ævin til að eyða þessum peningum hvort eð er. Nú held ég að það sé kominn tími til að hætta þessu tuði. Það eru að koma jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Alveg er það makalaust hvað er hægt að þyrla upp miklu moldviðri í kringum eitt hjúkrunarheimili. Eir skuldar einhverjar krónur og samfélagið fer á hliðina. Það var svo sem ekki við öðru að búast en að fjölmiðlar, pólitíkusar og almenningur myndi nýta þetta leiðindamál til að fara í enn eina nornaveiðiferðina. Fátt lætur okkur Íslendingum betur en að kenna einhverjum um þegar hlutir fara aðeins úrskeiðis. Alltaf skal draga menn til ábyrgðar. Eins og það leysi eitthvað. Trúir í alvörunni einhver að farsæll og vammlaus stjórnmálamaður á borð við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson hafi í starfi sínu sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Eirar heyrt viðvörunarbjöllur gella og hunsað þær? Lokað augunum, snúið sér í hring og vonað að þær þögnuðu? Að gamli, góði Villi – þessi yfirlýsti vinur gamla fólksins til áratuga – hafi leynt afleitri fjárhagsstöðu fyrir heimilismönnum, stjórnarmönnum, eftirmanni sínum – bara yfirhöfuð leynt einhverju fyrir einhverjum? Af hverju skyldi hann gera það? Man fólk eftir REI-málinu? Þegar samherjar hans í borgarstjórn gerðu að honum einhverja ósvífnustu atlögu í íslenskri stjórnmálasögu? Og hvers vegna? Jú, af því að hann hafði til að bera þá áræðni sem þurfti til að fara með Orkuveituna í ábatasama útrás með Hannesi Smárasyni. Nei, hann hélt þeim ekki upplýstum um gang mála en það var bara af því að hann grunaði að þá mundu þessir ungu og rögu afturhaldsseggir setja honum stólinn fyrir dyrnar. Sem varð auðvitað raunin. Afleiðingar þess fyrir Reykvíkinga verða seint metnar til fjár. Já, nei. Vitaskuld leyndi Vilhjálmur engu. Skýringin er miklu einfaldari, því að það eru jú tvær hliðar á öllum málum eins og núverandi framkvæmdastjóri Eirar benti á í samtali við DV: „Ég held að menn hafi kannski bara mismunandi fjármálalæsi og sjái hlutina á ólíkan hátt.“ En ekki hvað? Við getum varla ætlast til þess að allir hafi sömu skoðun á því hversu vont það er fyrir hjúkrunarheimili að skulda átta milljarða og vera með neikvætt eigið fé. Sínum augum lítur hver silfrið – nú eða eirinn. Og nú er búið að bola honum úr stjórninni – manninum sem mesta þekkingu hafði á rekstrinum og hefði svo glaður viljað hjálpa til við að greiða úr flækjunni. Það var eftir öðru. Auðvitað er þetta allt tómt væl. Gamla fólkið vissi alveg að það var að taka áhættu þegar það fjárfesti aleigunni í fasteignaprójekti á óvissutímum. Því mundi aldrei endast ævin til að eyða þessum peningum hvort eð er. Nú held ég að það sé kominn tími til að hætta þessu tuði. Það eru að koma jól.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun