Fossdsráðhirra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elskuleg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. „Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. „Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. „Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti. Sú síðarnefnda hafði stuttu áður spurt hvaða starf maður ætti að velja sér til að fá að ráða sem mestu. Þá hafði reyndar engin kona verið forsætisráðherra á Íslandi, en svarið lá í augum uppi. Sú fyrrnefnda gekk hins vegar út frá fremur hefðbundnu starfsvali og heyrði það sem henni þótti líklegt að fjögurra ára stelpa myndi segja. Fyrir foreldra, sem vilja halda því að börnunum sínum af báðum kynjum að þau geti orðið hvað sem þau vilja og þurfi ekki að horfa til hefða eða venja um karla- eða kvennastörf, er róðurinn oft býsna þungur. Boðskapur (hluta) samfélagsins um hið gagnstæða er stundum yfirþyrmandi. Leikfangabúðir þar sem leikföng eru flokkuð í stráka- og stelpuleikföng með tilheyrandi litaskiptingu, klassískar barnabækur þar sem strákarnir taka áhættu og fara í könnunarleiðangur á meðan stelpurnar græja nestið, bleiu- og barnavöruauglýsingarnar þar sem enginn karlmaður yfir átján mánaða aldri sést nokkurn tímann í mynd og þannig mætti áfram telja. Það er þess vegna alveg skiljanlegt að fólk verði snartjúllað yfir bókum eins og þessum bleiku og bláu frá Setbergi, þar sem stillt er upp úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Undir fyrirsögninni „allir hafa sitt hlutverk“ eru stelpur sýndar sópa, ryksuga, baka og vökva. Strákarnir eru hins vegar brattir og hugdjarfir á leiðinni út í geim. Fólk er samt á villigötum þegar það krefst þess að svona bækur verði bannaðar. Á endanum er það alltaf á ábyrgð foreldranna að ala fólk upp. Það er í góðu lagi að lesa fyrir börn klassík úr bókahillunni með skökkum kynhlutverkum af því að það gefur alveg prýðilegt tækifæri til að ræða hvernig einu sinni var litið á hlutverk stráka og stelpna og hvernig það hefur breytzt. Nýjar, bjánalegar bækur má líka lesa með fólki til að skemmta sér yfir því hvað þær eru vitlausar. Um leið ber að fagna útgáfu bóka eins og þeirra sem Kristín Tómasdóttir hefur skrifað og miða markvisst að því að brjóta niður hefðbundnar hugmyndir um það hvað stelpur geti, kunni og megi. Sú nýjasta heitir Stelpur geta allt og byggir á viðtölum við stelpur sem hafa ekki skeytt um gamlar forskriftir að kynhlutverki. Sú spurning vaknar reyndar þegar þessar bækur eru skoðaðar af hverju enginn hafi tekið sig til og talað við flotta stráka, sem hafa líka brotizt út úr hefðbundnu móti og tekið ábyrgð á umönnun smábarna, gerzt leikskólakennarar eða hjúkrunarfræðingar eða skarað fram úr í skúringum, svo eitthvað sé nefnt. Að sumu leyti er heimurinn sem hefðin segir að konur eigi nefnilega enn lokaðri fyrir körlum en karlaheimurinn er fyrir konum. Þeir sem vilja breyta því hvernig strákar og stelpur líta á sjálf sig, hlutverk sitt og möguleika í framtíðinni, þurfa bæði að ræða þessi mál við krakkana og ekki síður að vera góðar fyrirmyndir. Stundum kemur jafnvel eitthvað óvænt og skemmtilegt út úr því, eins og þegar lítill gutti lætur ljótu, vöðvastæltu karlana sína berjast með látum, breiðir svo yfir þá þegar þeir eru orðnir þreyttir, syngur þá fallega í svefn og tekur til í herberginu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elskuleg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. „Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. „Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. „Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti. Sú síðarnefnda hafði stuttu áður spurt hvaða starf maður ætti að velja sér til að fá að ráða sem mestu. Þá hafði reyndar engin kona verið forsætisráðherra á Íslandi, en svarið lá í augum uppi. Sú fyrrnefnda gekk hins vegar út frá fremur hefðbundnu starfsvali og heyrði það sem henni þótti líklegt að fjögurra ára stelpa myndi segja. Fyrir foreldra, sem vilja halda því að börnunum sínum af báðum kynjum að þau geti orðið hvað sem þau vilja og þurfi ekki að horfa til hefða eða venja um karla- eða kvennastörf, er róðurinn oft býsna þungur. Boðskapur (hluta) samfélagsins um hið gagnstæða er stundum yfirþyrmandi. Leikfangabúðir þar sem leikföng eru flokkuð í stráka- og stelpuleikföng með tilheyrandi litaskiptingu, klassískar barnabækur þar sem strákarnir taka áhættu og fara í könnunarleiðangur á meðan stelpurnar græja nestið, bleiu- og barnavöruauglýsingarnar þar sem enginn karlmaður yfir átján mánaða aldri sést nokkurn tímann í mynd og þannig mætti áfram telja. Það er þess vegna alveg skiljanlegt að fólk verði snartjúllað yfir bókum eins og þessum bleiku og bláu frá Setbergi, þar sem stillt er upp úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Undir fyrirsögninni „allir hafa sitt hlutverk“ eru stelpur sýndar sópa, ryksuga, baka og vökva. Strákarnir eru hins vegar brattir og hugdjarfir á leiðinni út í geim. Fólk er samt á villigötum þegar það krefst þess að svona bækur verði bannaðar. Á endanum er það alltaf á ábyrgð foreldranna að ala fólk upp. Það er í góðu lagi að lesa fyrir börn klassík úr bókahillunni með skökkum kynhlutverkum af því að það gefur alveg prýðilegt tækifæri til að ræða hvernig einu sinni var litið á hlutverk stráka og stelpna og hvernig það hefur breytzt. Nýjar, bjánalegar bækur má líka lesa með fólki til að skemmta sér yfir því hvað þær eru vitlausar. Um leið ber að fagna útgáfu bóka eins og þeirra sem Kristín Tómasdóttir hefur skrifað og miða markvisst að því að brjóta niður hefðbundnar hugmyndir um það hvað stelpur geti, kunni og megi. Sú nýjasta heitir Stelpur geta allt og byggir á viðtölum við stelpur sem hafa ekki skeytt um gamlar forskriftir að kynhlutverki. Sú spurning vaknar reyndar þegar þessar bækur eru skoðaðar af hverju enginn hafi tekið sig til og talað við flotta stráka, sem hafa líka brotizt út úr hefðbundnu móti og tekið ábyrgð á umönnun smábarna, gerzt leikskólakennarar eða hjúkrunarfræðingar eða skarað fram úr í skúringum, svo eitthvað sé nefnt. Að sumu leyti er heimurinn sem hefðin segir að konur eigi nefnilega enn lokaðri fyrir körlum en karlaheimurinn er fyrir konum. Þeir sem vilja breyta því hvernig strákar og stelpur líta á sjálf sig, hlutverk sitt og möguleika í framtíðinni, þurfa bæði að ræða þessi mál við krakkana og ekki síður að vera góðar fyrirmyndir. Stundum kemur jafnvel eitthvað óvænt og skemmtilegt út úr því, eins og þegar lítill gutti lætur ljótu, vöðvastæltu karlana sína berjast með látum, breiðir svo yfir þá þegar þeir eru orðnir þreyttir, syngur þá fallega í svefn og tekur til í herberginu þeirra.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun