Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2012 07:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur staðið sig vel í marki Framliðsins. Mynd/Vilhelm Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti