Samstarf

Mikilvægt að þekkja rétt sinn

Mikilvægt er að hver og einn miði við sínar aðstæður þegar ákvörðun er tekin um tryggingavernd. TM mælir líka með að fólk kynni sér réttindi sín hjá vinnuveitanda, stéttarfélagi eða lífeyrissjóði og miði tryggingarnar að því að brúa bilið á milli tekna sinna og áðurnefndra réttinda.

Alvarleg veikindi barna geta sett strik í reikninginn fyrir foreldra þeirra og skert hæfni þeirra til að afla tekna síðar á lífsleiðinni. Þessir þættir voru fyrst og fremst hafðir í huga þegar Barnatrygging TM var þróuð.

Sjúkdómatrygging TM innifelur líka vernd fyrir börn vátryggðs frá þriggja mánaða aldri til 18 ára. Bætur eru greiddar vátryggðum sem síðan getur varið þeim ýmist til að bregðast við tekjumissi eða auknum útgjöldum eða jafnvel lagt það inn á bankareikning til ráðstöfunar fyrir barnið síðar.

Sjúkdómatryggingar ná til tiltekinna sjúkdóma og greiða bætur við staðfesta greiningu þeirra eins og nánar er tilgreint í skilmálum. Nú hefur færst í vöxt að fólk kaupi örorkutryggingu vegna sjúkdóma og/eða slysa til að fá fyllri vernd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×