Menning

Þrándur sýnir í Gamla bíói

Þrándur Þórarinssonar listmálari á vinnustofu sinni.
Þrándur Þórarinssonar listmálari á vinnustofu sinni.
Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður opnar málverkasýninguna Eintal í Svítunni í Gamla bíói á laugardag.

Flestar myndirnar á sýningunni sækja innblástur í Snorra-Eddu og eru allar málaðar í endurreisnarstíl. Æsir og jötnar koma mikið við sögu og sérstök sería er um hvarf Iðunnar og æskuepla hennar.

Þrándur hóf nám við LHÍ árið 2000, hætti þar og fór í læri hjá norska málaranum Odd Nerdrum næstu fjögur ár. Þrándur hefur starfað alfarið við myndlist síðan 2008 og haldið einkasýningu árlega frá þeim tíma. Efnivið verka sinna sækir Þrándur gjarnan í gömul og þjóðleg stef og menningararf, svo sem Íslendingasögur og þjóðsögur.

Sýningaropnun á laugardag er klukkan 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×