Safna pening á netinu til að ljúka við gerð Hross 16. nóvember 2012 15:00 Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi Hross, ásamt leikstjóranum Benedikt Erlingssyni. Þeir safna nú peningum til að geta lokið við gerð hennar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira