Ræða lagasetningu vegna lánsveða lífeyrissjóðanna - Fréttaskýring kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 húsnæði Mikið af lánum lífeyrissjóðanna er með lánsveðum í annarra eignum. Viðræður við ríkisstjórnina um lausn á deilunni hafa engu skilað.fréttablaðið/vilhelm Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist. Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist.
Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira