Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi gar@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Laugarvatn Talsmaður Ironman athugar nú möguleika á því að gera Laugarvatn að miðpunkti fyrir slíka þríþrautarkeppni á Íslandi. Vísir World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar." Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar."
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira