Sleggjuárás í Háholti dregur dilk á eftir sér stigur@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 09:00 Horfst í augu Bergur Már Ágústsson, lengst til hægri, horfir í augu Barkar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Bergur heldur því fram að Börkur og Annþór Karlsson hafi skipulagt hrottafengna árás á sig en tvímenningarnir segja að óvildarmenn þeirra í undirheimum hafi fengið Berg til að ljúga upp á þá sökum til að losna við þá af götunni.Fréttablaðið/gva Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins. Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins.
Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent