Komu með hvítvoðung til landsins á fölskum pappírum þeb skrifar 22. nóvember 2012 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. - Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. -
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira