Komu með hvítvoðung til landsins á fölskum pappírum þeb skrifar 22. nóvember 2012 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. - Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. -
Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira