Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði gar@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Hlið við hlið Móðir Gísla er grafin í duftkirkjugarðinum í Garðaholti og ætlar Gísli að hvíla að lokum við hlið hennar. Bróðir Gísla og mágkona verða síðan í einni gröf honum við hlið en ekki fyrir framan eins og Gísli segir að hafi verið frágengið fyrir níu árum. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann." Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann."
Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum