Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag thorunn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá.
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira