Líta falsaða pappíra alvarlegum augum thorunn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 08:00 Börn í skóla Barnaverndarstofa hefur ekki fengið vitneskju um fleiri mál en það sem nú er í rannsókn lögreglu og það sem dæmt var í fyrir fimm árum síðan. fréttablaðið/ „Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki." Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki."
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira