Stress yfir litlu stressi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. Þetta ástand er mér ekki eðlilegt. Venjulega þarf ég að halda aftur af mér til að ofbjóða ekki samborgurum mínum með því að hengja út jólaljósin í september. Æ, fólk móðgast svo auðveldlega yfir jólaskreytingum. Margir vilja ekki sjá að neitt glitri í glugga fyrr en aðventan gengur í garð og þusa yfir því hve snemma stórverslanirnar auglýsa að „jólin séu komin". Vita ekki hvert þeir ætla ef heyrist jólalag í útvarpi fyrir fyrsta des og jagast yfir smákökubakstri þeirra fyrirhyggjusömu sem skelltu í sort í október. Ég hef aldrei móðgast neitt. Fæ bara fiðrildi í magann. Það er gaman á jólunum og enn þá skemmtilegra að bíða eftir þeim. Eða það hefur mér allavega fundist hingað til. Núna gapa gluggarnir tómir hjá mér út í nóvembermyrkrið og ég er ekki einu sinni viss um hvar seríurnar er að finna. Man ekki hvar ég gekk frá þeim í geymslunni og nenni ekki niður að leita. Þetta er ekkert vit. Ég verð að koma mér í gírinn, en strax um helgina stendur til laufabrauðsbakstur hjá skólastelpunni minni og jólaball stuttu eftir það með skoppandi jólasveinum og tilheyrandi sprelli. Það fer enginn með ólund á svoleiðis samkomur, maður verður að vera í stuði. En hvað er til ráða? Miðað við hve jólaskapið er fjarri mér enn veit ég ekki hvort ég get treyst á að það komi af sjálfu sér áður en klukkurnar hringja jólin inn. Ég hef reynt að hlusta á „Last Christmas" með Wham en án árangurs. Ég er búin að borða mandarínur, piparkökur, smákökur og konfekt, drekka heitt súkkulaði, malt og appelsín og jólabjór! En allt kemur fyrir ekki. Sjálfsagt fer ég kolvitlaust að þessu. Jólin snúast ekkert bara um smákökur og malt eða jólalög frá áttatíu og eitthvað. Ef ég staldra aðeins við og tóna niður taugatitringinn yfir því hve lítill taugatitringur sé kominn í gang, kemur þetta kannski. Best að ég sæki seríurnar í kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. Þetta ástand er mér ekki eðlilegt. Venjulega þarf ég að halda aftur af mér til að ofbjóða ekki samborgurum mínum með því að hengja út jólaljósin í september. Æ, fólk móðgast svo auðveldlega yfir jólaskreytingum. Margir vilja ekki sjá að neitt glitri í glugga fyrr en aðventan gengur í garð og þusa yfir því hve snemma stórverslanirnar auglýsa að „jólin séu komin". Vita ekki hvert þeir ætla ef heyrist jólalag í útvarpi fyrir fyrsta des og jagast yfir smákökubakstri þeirra fyrirhyggjusömu sem skelltu í sort í október. Ég hef aldrei móðgast neitt. Fæ bara fiðrildi í magann. Það er gaman á jólunum og enn þá skemmtilegra að bíða eftir þeim. Eða það hefur mér allavega fundist hingað til. Núna gapa gluggarnir tómir hjá mér út í nóvembermyrkrið og ég er ekki einu sinni viss um hvar seríurnar er að finna. Man ekki hvar ég gekk frá þeim í geymslunni og nenni ekki niður að leita. Þetta er ekkert vit. Ég verð að koma mér í gírinn, en strax um helgina stendur til laufabrauðsbakstur hjá skólastelpunni minni og jólaball stuttu eftir það með skoppandi jólasveinum og tilheyrandi sprelli. Það fer enginn með ólund á svoleiðis samkomur, maður verður að vera í stuði. En hvað er til ráða? Miðað við hve jólaskapið er fjarri mér enn veit ég ekki hvort ég get treyst á að það komi af sjálfu sér áður en klukkurnar hringja jólin inn. Ég hef reynt að hlusta á „Last Christmas" með Wham en án árangurs. Ég er búin að borða mandarínur, piparkökur, smákökur og konfekt, drekka heitt súkkulaði, malt og appelsín og jólabjór! En allt kemur fyrir ekki. Sjálfsagt fer ég kolvitlaust að þessu. Jólin snúast ekkert bara um smákökur og malt eða jólalög frá áttatíu og eitthvað. Ef ég staldra aðeins við og tóna niður taugatitringinn yfir því hve lítill taugatitringur sé kominn í gang, kemur þetta kannski. Best að ég sæki seríurnar í kvöld.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun