Tónlistargreinum gefið lengra líf FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Arnar Eggert Thoroddsen stundar nám í tónlistarfræðum í Edinborg. „Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“ Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira