Sækist eftir stöðu Borgarleikhússtjóra í Ósló Álfrún skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Bjarni Haukur Þórsson var hvattur af norskum vinum til að sækja um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í Ósló. fRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskorunum í lífinu?,“ segir leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjendur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvikmyndar sem verður byggð á leikritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðugleika undanfarið og ákveðin uppstokkun á sér stað innan leikhússins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starfið mjög áhugvert. Ég lauk MBA-prófi í fyrra og þetta starf er rökrétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samningurinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janúar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskorunum í lífinu?,“ segir leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjendur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvikmyndar sem verður byggð á leikritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðugleika undanfarið og ákveðin uppstokkun á sér stað innan leikhússins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starfið mjög áhugvert. Ég lauk MBA-prófi í fyrra og þetta starf er rökrétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samningurinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janúar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira