Við og við Þórður Snær Júlíusson skrifar 3. desember 2012 06:00 Vandi Íbúðalánasjóðs er gríðarlega mikill. Ríkið hefur þurft að leggja sjóðnum til 46 milljarða króna á tveimur árum og viðbúið er að enn meiri peningum þarf að fórna í hítina. Svartsýnustu raddir telja að skuldbindingar hans geti orðið allt að 200 milljörðum króna meiri en eignir hans. Til að setja þessa tölu í samhengi þá jafngildir hún því að hver einn og einasti íbúi landsins þurfi að greiða 625 þúsund krónur til að gera upp sjóðinn. Slíkt samhengi er mikilvægt vegna þess að það erum alltaf við, almenningur, sem munum greiða fyrir viðgerðina. Einu spurningunni sem er ósvarað er hvort við gerum það sem skattgreiðendur eða lífeyrisþegar. En af hverju er þetta svona? Á hverra vakt varð þessi félagslegi banki að peningalegri kjarnorkusprengju? Ljóst er að margar ákaflega vondar ákvarðanir hafa verið teknar hjá Íbúðalánasjóði. Breytingin á húsbréfakerfinu árið 2004 var líkast til afdrifaríkust. Sá sem framkvæmdi hana var Árni Magnússon, þá félagsmálaráðherra. Með breytingunum urðu skuldir sjóðsins ekki lengur uppgreiðanlegar, þótt útlán hans væru það. Þegar íslensku einkabankarnir stormuðu inn á íbúðalánamarkaðinn skömmu síðar tók fullt af fólki lán hjá þeim og greiddi upp gömul lán hjá sjóðnum, alls 240 milljarða króna á árunum 2004 til 2006. Þar sem Íbúðalánasjóður gat ekki notað þetta fé til að borga upp skuldir sínar, en þurfti að ávaxta það til að eiga fyrir vaxtakostnaði, þá fór sjóðurinn að gera tvennt. Annars vegar keypti hann greiðsluflæði tiltekinna fasteignalána banka. Hins vegar fór hann að kaupa skuldabréf útgefin af íslensku bönkunum. Þar með var Íbúðalánasjóður í raun farinn að fjármagna að hluta íbúðalán einkabankanna. Sjóðurinn hefur þurft að innleysa tugmilljarða tap vegna þessara fjárfestinga. Mikið hefur verið látið með þá ákvörðun sjóðsins að hækka lánshlutfall upp í 90 prósent árið 2004. Sú ákvörðun var út í hött en hún var ekki jafn afdrifarík og margir vilja vera láta. Það voru útlán einkabankanna, sem á svipuðum tíma fóru að gera sig gildandi á fasteignalánamarkaði, sem blésu í fasteignabóluna sem síðar sprakk í andlitið á þjóðinni. Jóhanna Sigurðardóttir, þá félagsmálaráðherra, ákvað síðan að rýmka útlánareglur sjóðsins árið 2008 með þeim hætti að hámarkslán voru hækkuð úr 18 í 20 milljónir. Samhliða var ekki lengur lánað fyrir 90 prósentum af brunabótamati heldur 80 prósentum af markaðsvirði. Þetta var galin aðgerð, sem jók þenslu fremur en að draga úr henni, líkt og lagt var upp með að gera. Á vandanum bera því margir ábyrgð. Sérstök rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem á að vera löngu búin að skila niðurstöðum sínum, mun taka á þeirri fortíð. Meira knýjandi er þó að takast á við framtíðina. Ljóst er að Íbúðalánasjóður eins og hann er í dag á ekki slíka, enda neytendur búnir að hafna með öllu einu vörunni sem hann býður upp á, verðtryggðum lánum. Það þarf því að finna honum annað hlutverk eða leggja hann niður. Samhliða þarf að ákveða hvaða hatt almenningur á að vera með á höfðinu þegar hann borgar reikninginn. Á hann að gera það strax í gegnum ríkissjóð, sem á Íbúðalánasjóð, eða fresta vandanum og gera það í gegnum lífeyrissjóðina okkar, sem eiga þorra skulda hans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Vandi Íbúðalánasjóðs er gríðarlega mikill. Ríkið hefur þurft að leggja sjóðnum til 46 milljarða króna á tveimur árum og viðbúið er að enn meiri peningum þarf að fórna í hítina. Svartsýnustu raddir telja að skuldbindingar hans geti orðið allt að 200 milljörðum króna meiri en eignir hans. Til að setja þessa tölu í samhengi þá jafngildir hún því að hver einn og einasti íbúi landsins þurfi að greiða 625 þúsund krónur til að gera upp sjóðinn. Slíkt samhengi er mikilvægt vegna þess að það erum alltaf við, almenningur, sem munum greiða fyrir viðgerðina. Einu spurningunni sem er ósvarað er hvort við gerum það sem skattgreiðendur eða lífeyrisþegar. En af hverju er þetta svona? Á hverra vakt varð þessi félagslegi banki að peningalegri kjarnorkusprengju? Ljóst er að margar ákaflega vondar ákvarðanir hafa verið teknar hjá Íbúðalánasjóði. Breytingin á húsbréfakerfinu árið 2004 var líkast til afdrifaríkust. Sá sem framkvæmdi hana var Árni Magnússon, þá félagsmálaráðherra. Með breytingunum urðu skuldir sjóðsins ekki lengur uppgreiðanlegar, þótt útlán hans væru það. Þegar íslensku einkabankarnir stormuðu inn á íbúðalánamarkaðinn skömmu síðar tók fullt af fólki lán hjá þeim og greiddi upp gömul lán hjá sjóðnum, alls 240 milljarða króna á árunum 2004 til 2006. Þar sem Íbúðalánasjóður gat ekki notað þetta fé til að borga upp skuldir sínar, en þurfti að ávaxta það til að eiga fyrir vaxtakostnaði, þá fór sjóðurinn að gera tvennt. Annars vegar keypti hann greiðsluflæði tiltekinna fasteignalána banka. Hins vegar fór hann að kaupa skuldabréf útgefin af íslensku bönkunum. Þar með var Íbúðalánasjóður í raun farinn að fjármagna að hluta íbúðalán einkabankanna. Sjóðurinn hefur þurft að innleysa tugmilljarða tap vegna þessara fjárfestinga. Mikið hefur verið látið með þá ákvörðun sjóðsins að hækka lánshlutfall upp í 90 prósent árið 2004. Sú ákvörðun var út í hött en hún var ekki jafn afdrifarík og margir vilja vera láta. Það voru útlán einkabankanna, sem á svipuðum tíma fóru að gera sig gildandi á fasteignalánamarkaði, sem blésu í fasteignabóluna sem síðar sprakk í andlitið á þjóðinni. Jóhanna Sigurðardóttir, þá félagsmálaráðherra, ákvað síðan að rýmka útlánareglur sjóðsins árið 2008 með þeim hætti að hámarkslán voru hækkuð úr 18 í 20 milljónir. Samhliða var ekki lengur lánað fyrir 90 prósentum af brunabótamati heldur 80 prósentum af markaðsvirði. Þetta var galin aðgerð, sem jók þenslu fremur en að draga úr henni, líkt og lagt var upp með að gera. Á vandanum bera því margir ábyrgð. Sérstök rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem á að vera löngu búin að skila niðurstöðum sínum, mun taka á þeirri fortíð. Meira knýjandi er þó að takast á við framtíðina. Ljóst er að Íbúðalánasjóður eins og hann er í dag á ekki slíka, enda neytendur búnir að hafna með öllu einu vörunni sem hann býður upp á, verðtryggðum lánum. Það þarf því að finna honum annað hlutverk eða leggja hann niður. Samhliða þarf að ákveða hvaða hatt almenningur á að vera með á höfðinu þegar hann borgar reikninginn. Á hann að gera það strax í gegnum ríkissjóð, sem á Íbúðalánasjóð, eða fresta vandanum og gera það í gegnum lífeyrissjóðina okkar, sem eiga þorra skulda hans?
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun