Það eru barnréttindi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. desember 2012 06:00 Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en í vörninni fór fram dagskráin ?Spekingar spjalla?. Það eina sem gat skyggt á þessar andríku og ánægjulegu samverustundir þarna uppi við markið var þá sjaldan að einhver úr hinum bekknum álpaðist til að ná boltanum og kom æðandi með hann í áttina til okkar fullur af ískyggilegum áformum. Þá vildi okkur yfirleitt til happs að einhver af sóknarstrákunum úr okkar liði fylgdi til baka og náði að hreinsa út af enda ríkti skilningur á því að ekki væri vert að ómaka okkur, svonefnda varnarmenn, á því að fara að eltast við snaróðan boltadreng. Við vorum bara hafðir þarna. Við vorum til að fylla upp í töluna, formsins vegna. Við vorum nokkurs konar Lávarðadeild. Við vissum að við nytum lítils álits sem knattspyrnumenn og hafi einhverjum okkar sárnað það mat vorum við ekkert að bera slík sárindi á torg. Sjálfur naut ég þeirrar gæfu að eiga foreldra sem höfðu ekki nokkurn áhuga á fótbolta eða öðrum íþróttum og myndu aldrei í lífinu hafa mætt á fótboltaleik, hefði farið svo ólíklega að ég hefði valist til að taka þátt í slíku. Ég held að almennt höfum við þarna í Lávarðadeildinni vitað að við hefðum kannski eitthvað annað til brunns að bera. Það var allt í lagi að vera góður í smíði en lélegur í fótbolta, góður að teikna, spila á hljóðfæri, segja brandara eða jafnvel ekkert sérstaklega góður í neinu. Það var enginn fullorðinn sem kom og sagði við okkur að ef við færum ekki að æfa okkur til að komast í sóknina myndum við verða eiturlyfjum að bráð. Það var allt í lagi að vera lélegur í íþróttum. Eigum við ekki að reyna að hafa það þannig?Niðurlægð börn Getuskipting? Já já. Hún fór þarna fram á náttúrulegan og eðlilegan hátt á einhvers konar jafningagrunni, við fundum út úr þessu sjálfir og enginn fullorðinn sem skipti sér af því. Það var því raunalegt að heyra Vöndu Sigurgeirsdóttur lýsa því í morgunútvarpi Rásar tvö í síðustu viku hvernig sífelld getuskipting í íþróttastarfi lítilla barna nú á dögum verður til þess að þau upplifi sára niðurlægingu, höfnun og sorg. Vanda veit hvað hún syngur, hefur um árabil unnið við þjálfun og er lektor við HÍ í íþróttafræðum og foreldrum og skólafólki ber að leggja við hlustir þegar hún viðrar slíkar áhyggjur. Vanda vill ekki banna alla getuskiptingu en hún vill bíða með hana þar til börnin hafa náð þroska til að takast á við hana. Á henni er að heyra að þessi getuskipting byrji alltof snemma, og börnin haldi að öllu varði fyrir þau að komast í A-liðið – annars séu þau búin að tapa. Hún segir að engin börn hafi gott af þessu, hvorki þau sem sett eru í lakari liðin né hin sem veljast í betri flokkana, fá þar með athyglina, hrósið og uppörvunina meðan hin lakari fá væntanlega svona "þú-ert-nú-svo-mikil-rúsína"-klapp á kollinn og svo höfnunina.Íþróttir og áfengi Á undanförnum árum hefur verið unnið mikið þrekvirki hér á landi í forvarnarstarfi gegn unglingadrykkju og dópneyslu. Þetta hefur verið samstillt átak foreldra og skóla, fagfólks og félagasamtaka, þar á meðal íþróttafélaga. Þetta er lofsvert og segir sína sögu um breytta og betri þjóð – þrátt fyrir allt. Upp á síðkastið hefur þess hins vegar orðið vart að íþróttafélögin reyni að þakka sér þennan árangur umfram aðra, og vilji fá umbun fyrir það umfram lottó-áskriftina. Nú þegar rætt er um fjárlög (og rætt og rætt og rætt og rætt) bregður svo við að vart líður sá fréttatími að í íþróttahorninu í lokin, innan um fótboltamörkin og blakkeppni á Norðfirði, komi ekki ábúðarfullur íþróttafrömuður til að segja okkur frá forvarnargildi íþrótta sem nú sé ógnað með ónógum framlögum til ÍSÍ. Íþróttir og áfengi fara ekki saman, og það er sjálfsagt alveg rétt þegar kemur að iðkun þeirra: það er til dæmis áreiðanlega frekar erfitt að vera mjög fullur í 400 metra hindrunarhlaupi eða fullur að spila fótbolta, þó að þess muni að vísu vera dæmi að því er sögur herma, og ekki síður úr handboltanum þar sem þeir hressustu voru með bokku innan um handklæðin í íþróttatöskunni. Íþróttir og áfengi eiga hins vegar prýðilega samleið þegar kemur að því að fylgjast með þeim og í sjálfu sér ekkert að því, fari það ekki úr böndunum; það er góð skemmtun að sitja í góðum hópi, drekka bjór og horfa á fótbolta. En það er alveg óþarfi að láta eins og það sé eitthvað hollt. Börn eiga að fá að leika sér. Það eru barnréttindi. Og til að íþróttir séu þeim hollar þurfa þær að vera leikur og félagsskapur. Krakkar í Brennó eða í Yfir eru kannski að keppa upp að vissu marki en þau vita alveg að þau eru misstór og misfljót og samveran í leiknum hefur gildi í sjálfu sér. Þannig ætti boltinn og fimleikarnir líka að vera, fyrir fjöldann, þó að sjálfsagt sé að rækta líka sérstaka hæfileika. Forvarnargildi íþrótta skal ekki lastað og er eflaust töluvert, gæti slagað upp í hljóðfæranám. En langsamlega mikilvægast er að börn horfi ekki upp á drukkið fólk í kringum sig, og sérstaklega ekki foreldra sína. Vilji þingmenn hins vegar sýna í verki að þeir kunni að meta það góða forvarnarstarf sem unnið hefur verið með börnum og unglingum þessa lands væri sennilega vitið mest að hækka laun kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en í vörninni fór fram dagskráin ?Spekingar spjalla?. Það eina sem gat skyggt á þessar andríku og ánægjulegu samverustundir þarna uppi við markið var þá sjaldan að einhver úr hinum bekknum álpaðist til að ná boltanum og kom æðandi með hann í áttina til okkar fullur af ískyggilegum áformum. Þá vildi okkur yfirleitt til happs að einhver af sóknarstrákunum úr okkar liði fylgdi til baka og náði að hreinsa út af enda ríkti skilningur á því að ekki væri vert að ómaka okkur, svonefnda varnarmenn, á því að fara að eltast við snaróðan boltadreng. Við vorum bara hafðir þarna. Við vorum til að fylla upp í töluna, formsins vegna. Við vorum nokkurs konar Lávarðadeild. Við vissum að við nytum lítils álits sem knattspyrnumenn og hafi einhverjum okkar sárnað það mat vorum við ekkert að bera slík sárindi á torg. Sjálfur naut ég þeirrar gæfu að eiga foreldra sem höfðu ekki nokkurn áhuga á fótbolta eða öðrum íþróttum og myndu aldrei í lífinu hafa mætt á fótboltaleik, hefði farið svo ólíklega að ég hefði valist til að taka þátt í slíku. Ég held að almennt höfum við þarna í Lávarðadeildinni vitað að við hefðum kannski eitthvað annað til brunns að bera. Það var allt í lagi að vera góður í smíði en lélegur í fótbolta, góður að teikna, spila á hljóðfæri, segja brandara eða jafnvel ekkert sérstaklega góður í neinu. Það var enginn fullorðinn sem kom og sagði við okkur að ef við færum ekki að æfa okkur til að komast í sóknina myndum við verða eiturlyfjum að bráð. Það var allt í lagi að vera lélegur í íþróttum. Eigum við ekki að reyna að hafa það þannig?Niðurlægð börn Getuskipting? Já já. Hún fór þarna fram á náttúrulegan og eðlilegan hátt á einhvers konar jafningagrunni, við fundum út úr þessu sjálfir og enginn fullorðinn sem skipti sér af því. Það var því raunalegt að heyra Vöndu Sigurgeirsdóttur lýsa því í morgunútvarpi Rásar tvö í síðustu viku hvernig sífelld getuskipting í íþróttastarfi lítilla barna nú á dögum verður til þess að þau upplifi sára niðurlægingu, höfnun og sorg. Vanda veit hvað hún syngur, hefur um árabil unnið við þjálfun og er lektor við HÍ í íþróttafræðum og foreldrum og skólafólki ber að leggja við hlustir þegar hún viðrar slíkar áhyggjur. Vanda vill ekki banna alla getuskiptingu en hún vill bíða með hana þar til börnin hafa náð þroska til að takast á við hana. Á henni er að heyra að þessi getuskipting byrji alltof snemma, og börnin haldi að öllu varði fyrir þau að komast í A-liðið – annars séu þau búin að tapa. Hún segir að engin börn hafi gott af þessu, hvorki þau sem sett eru í lakari liðin né hin sem veljast í betri flokkana, fá þar með athyglina, hrósið og uppörvunina meðan hin lakari fá væntanlega svona "þú-ert-nú-svo-mikil-rúsína"-klapp á kollinn og svo höfnunina.Íþróttir og áfengi Á undanförnum árum hefur verið unnið mikið þrekvirki hér á landi í forvarnarstarfi gegn unglingadrykkju og dópneyslu. Þetta hefur verið samstillt átak foreldra og skóla, fagfólks og félagasamtaka, þar á meðal íþróttafélaga. Þetta er lofsvert og segir sína sögu um breytta og betri þjóð – þrátt fyrir allt. Upp á síðkastið hefur þess hins vegar orðið vart að íþróttafélögin reyni að þakka sér þennan árangur umfram aðra, og vilji fá umbun fyrir það umfram lottó-áskriftina. Nú þegar rætt er um fjárlög (og rætt og rætt og rætt og rætt) bregður svo við að vart líður sá fréttatími að í íþróttahorninu í lokin, innan um fótboltamörkin og blakkeppni á Norðfirði, komi ekki ábúðarfullur íþróttafrömuður til að segja okkur frá forvarnargildi íþrótta sem nú sé ógnað með ónógum framlögum til ÍSÍ. Íþróttir og áfengi fara ekki saman, og það er sjálfsagt alveg rétt þegar kemur að iðkun þeirra: það er til dæmis áreiðanlega frekar erfitt að vera mjög fullur í 400 metra hindrunarhlaupi eða fullur að spila fótbolta, þó að þess muni að vísu vera dæmi að því er sögur herma, og ekki síður úr handboltanum þar sem þeir hressustu voru með bokku innan um handklæðin í íþróttatöskunni. Íþróttir og áfengi eiga hins vegar prýðilega samleið þegar kemur að því að fylgjast með þeim og í sjálfu sér ekkert að því, fari það ekki úr böndunum; það er góð skemmtun að sitja í góðum hópi, drekka bjór og horfa á fótbolta. En það er alveg óþarfi að láta eins og það sé eitthvað hollt. Börn eiga að fá að leika sér. Það eru barnréttindi. Og til að íþróttir séu þeim hollar þurfa þær að vera leikur og félagsskapur. Krakkar í Brennó eða í Yfir eru kannski að keppa upp að vissu marki en þau vita alveg að þau eru misstór og misfljót og samveran í leiknum hefur gildi í sjálfu sér. Þannig ætti boltinn og fimleikarnir líka að vera, fyrir fjöldann, þó að sjálfsagt sé að rækta líka sérstaka hæfileika. Forvarnargildi íþrótta skal ekki lastað og er eflaust töluvert, gæti slagað upp í hljóðfæranám. En langsamlega mikilvægast er að börn horfi ekki upp á drukkið fólk í kringum sig, og sérstaklega ekki foreldra sína. Vilji þingmenn hins vegar sýna í verki að þeir kunni að meta það góða forvarnarstarf sem unnið hefur verið með börnum og unglingum þessa lands væri sennilega vitið mest að hækka laun kennara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun