Afreksfólk fatlaðra verðalaunað Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Jón margeir og matthildur stóðu sig frábærlega á árinu. fréttablaðið/anton Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet. Innlendar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet.
Innlendar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira