Norrænar varnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. desember 2012 08:00 Ákvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari. Hin hliðin á málinu er ekki síður athyglisverð. Óhætt er að segja að eins og mál hafa þróazt undanfarin ár hafi orðið til ný vídd í Norðurlandasamstarfinu. Það snýst nú að verulegu leyti um hluti sem áður voru þar bannorð; utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar með talið hernaðarsamstarf. Í samtölum Fréttablaðsins við Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, og Frank Belfrage, aðstoðarutanríkisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO í Brussel, kemur skýrt fram að Norðurlandasamstarfið er fremur í brennidepli hjá þeim en tengslin við NATO. Tuomioja bendir þannig á að þegar Stoltenberg-skýrslan um aukið norrænt varnarsamstarf kom út fyrir tæpum fjórum árum hafi margar tillögur í henni í raun verið þegar komnar til framkvæmda. Tvennt nýtt hafi hins vegar verið í skýrslunni; tillagan um sameiginlegt norrænt eftirlit með loftrými Íslands og hin um að norrænu ríkin samþykktu formlega samstöðuyfirlýsingu, þar sem þau skuldbinda sig til að koma hvert öðru til aðstoðar ef ógn steðjar að. Samstöðuyfirlýsingin var samþykkt í fyrra, en undanskilur reyndar beina hernaðarógn. Með ákvörðuninni um sameiginlegt loftrýmiseftirlit má segja að flestar tillögur Stoltenbergs séu komnar að meira eða minna leyti til framkvæmda. Tuomioja segir að Finnar hafi metið það svo að Norðurlandasamstarfinu hafi miðað fram á við á öllum sviðum, líka í varnarmálum, og ákvörðunin hafi því verið eðlilegt framhald á skrefum sem áður voru stigin. Góður stuðningur er við þátttöku í loftrýmiseftirlitinu í Svíþjóð og Finnlandi, ekki sízt vegna þess að málið er þar sett undir norrænan hatt, eins og fram kom í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Að einhverju leyti hlýtur það sama að eiga við hér á landi. Þótt aðild Íslands að NATO hafi notið víðtæks stuðnings undanfarna áratugi, er þátttaka í Norðurlandasamstarfinu enn síður umdeild. Samstarf og samfélag Norðurlanda er eitthvað það nánasta sem um getur. Að sjálfsögðu hlýtur norræna samstarfið þess vegna líka að snúast um öryggis- og varnarmál, nú þegar kalda stríðið er búið og þær aðstæður úr sögunni sem gerðu að ekki mátti ræða slík mál. Þá er reyndar áhugaverð staða uppi, ekki sízt fyrir stjórnmálamenn á vinstri vængnum, sem hafa aldrei mátt heyra minnzt á þátttöku Íslands í neinu varnarsamstarfi. Það er ekki lengur hægt að setja varnarmál Íslands í einn kassa, merktan vonda NATO. Þau eiga líka heima í kassanum sem er merktur Norðurlandasamstarf og fólki yzt á vinstri vængnum hefur þótt eftirsóknarvert að gramsa í. Kannski finnst gömlum varnarandstæðingum jafnvel skárra að finnskar og sænskar orrustuþotur hafi eftirlit með íslenzka loftrýminu en til dæmis brezkar eða bandarískar. Finnland og Svíþjóð eru alltént sjaldan útmáluð sem árásargjörn herveldi, jafnvel þótt þau taki iðulega þátt í aðgerðum með NATO sem villta vinstrið fordæmir, til dæmis í Afganistan og Líbíu. Norðurlandavæðing loftrýmiseftirlits gæti stuðlað að auknum skilningi í þeim herbúðum á nauðsyn þess að Ísland taki þátt í varnarsamstarfi. Það væri skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari. Hin hliðin á málinu er ekki síður athyglisverð. Óhætt er að segja að eins og mál hafa þróazt undanfarin ár hafi orðið til ný vídd í Norðurlandasamstarfinu. Það snýst nú að verulegu leyti um hluti sem áður voru þar bannorð; utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar með talið hernaðarsamstarf. Í samtölum Fréttablaðsins við Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, og Frank Belfrage, aðstoðarutanríkisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO í Brussel, kemur skýrt fram að Norðurlandasamstarfið er fremur í brennidepli hjá þeim en tengslin við NATO. Tuomioja bendir þannig á að þegar Stoltenberg-skýrslan um aukið norrænt varnarsamstarf kom út fyrir tæpum fjórum árum hafi margar tillögur í henni í raun verið þegar komnar til framkvæmda. Tvennt nýtt hafi hins vegar verið í skýrslunni; tillagan um sameiginlegt norrænt eftirlit með loftrými Íslands og hin um að norrænu ríkin samþykktu formlega samstöðuyfirlýsingu, þar sem þau skuldbinda sig til að koma hvert öðru til aðstoðar ef ógn steðjar að. Samstöðuyfirlýsingin var samþykkt í fyrra, en undanskilur reyndar beina hernaðarógn. Með ákvörðuninni um sameiginlegt loftrýmiseftirlit má segja að flestar tillögur Stoltenbergs séu komnar að meira eða minna leyti til framkvæmda. Tuomioja segir að Finnar hafi metið það svo að Norðurlandasamstarfinu hafi miðað fram á við á öllum sviðum, líka í varnarmálum, og ákvörðunin hafi því verið eðlilegt framhald á skrefum sem áður voru stigin. Góður stuðningur er við þátttöku í loftrýmiseftirlitinu í Svíþjóð og Finnlandi, ekki sízt vegna þess að málið er þar sett undir norrænan hatt, eins og fram kom í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Að einhverju leyti hlýtur það sama að eiga við hér á landi. Þótt aðild Íslands að NATO hafi notið víðtæks stuðnings undanfarna áratugi, er þátttaka í Norðurlandasamstarfinu enn síður umdeild. Samstarf og samfélag Norðurlanda er eitthvað það nánasta sem um getur. Að sjálfsögðu hlýtur norræna samstarfið þess vegna líka að snúast um öryggis- og varnarmál, nú þegar kalda stríðið er búið og þær aðstæður úr sögunni sem gerðu að ekki mátti ræða slík mál. Þá er reyndar áhugaverð staða uppi, ekki sízt fyrir stjórnmálamenn á vinstri vængnum, sem hafa aldrei mátt heyra minnzt á þátttöku Íslands í neinu varnarsamstarfi. Það er ekki lengur hægt að setja varnarmál Íslands í einn kassa, merktan vonda NATO. Þau eiga líka heima í kassanum sem er merktur Norðurlandasamstarf og fólki yzt á vinstri vængnum hefur þótt eftirsóknarvert að gramsa í. Kannski finnst gömlum varnarandstæðingum jafnvel skárra að finnskar og sænskar orrustuþotur hafi eftirlit með íslenzka loftrýminu en til dæmis brezkar eða bandarískar. Finnland og Svíþjóð eru alltént sjaldan útmáluð sem árásargjörn herveldi, jafnvel þótt þau taki iðulega þátt í aðgerðum með NATO sem villta vinstrið fordæmir, til dæmis í Afganistan og Líbíu. Norðurlandavæðing loftrýmiseftirlits gæti stuðlað að auknum skilningi í þeim herbúðum á nauðsyn þess að Ísland taki þátt í varnarsamstarfi. Það væri skref í rétta átt.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun