Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 31. október 2025 10:00 Gengi Liverpool undanfarið hefur ekki verið gott, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef átt góðar samræður við nokkra stuðningsmenn Liverpool undanfarið sem velta fyrir sér hvað sé í gangi. Sérstaklega þegar litið er til þess að liðið vann ensku úrvalsdeildinna á síðasta tímabili og styrkti sig gríðarlega í sumar með góðum leikmönnum. Það eru eflaust ýmsar ástæður fyrir því en ég get ímyndað mér að skyndilegt fráfall Diogo Jota og bróður hans André Silva hafi haft mikil áhrif. Jafnvel meiri en fólk heldur. Þegar maður horfir á þetta utan frá, þá er auðvitað erfitt að átta sig á því hvernig og hversu mikil áhrif það hefur haft. Jurgen klopp lýsti því í viðtali um daginn hversu mikil áhrif fréttirnar höfðu á hann. Hann sagði frá því hversu frábær manneskja Jota var og hvað hann gaf liðinu mikið bæði á vellinum og í klefanum. Hann átti mjög erfitt með að sjá fyrir sér búningsklefann án hans. Eitthvað sem hefur líka verið erfitt fyrir leikmenn. Autt sæti í búningsklefanum. Á Anfield standa stuðningsmenn upp og syngja lag til heiðurs Jota á 20. mínútu í hverjum leik. Fyrir utan Anfield er minnisvarði þar sem stuðningsmenn setja niður blóm og trefla. Fallegt en á sama tíma stöðug áminning um þennan hræðileg atburð. Ungur drengur í blóma lífsins. Nýbúinn að gifta sig í sínum heimabæ þegar hann lendir í bílslysi – á leiðinni til Liverpool eftir sumarfrí. Það sem við vitum er að áföll og þá sérstaklega þegar þau eru skyndileg og óvænt geta haft mikil áhrif á líðan og erfiðara getur verið að vinna úr þeim. Þegar talað er um áfall þá er öllu jafna átt við um atburð sem er svo yfirþyrmandi að venjubundnar aðferðir okkar duga ekki til að takast á við hann og eða vinna úr honum. Það sem gerist hjá flestum er að áfallið yfirgnæfir allt en smám saman geta komið stuttar stundir þar sem fólk „gleymir sér“ og er að hugsa um eitthvað allt annað. Með tímanum lengjast þær en fólk getur orðið varnarlaust gagnvart bakslögum. Það má því teljast líklegt að leikmenn hafi upplifað líkamleg og eða andleg einkenni áfallsins. Til dæmis hef ég sérstaklega tekið eftir því hvað Salah hefur átt erfitt uppdráttar innan sem utan vallar en hann var eftir því sem ég best veit mjög náinn vinur Jota. Einkennin geta til dæmis verið þreyta, svefntruflanir, reiði, vonleysi, uppgjöf, einbeitingaskortur og pirringur. Íþróttafólk eins og aðrir sækja í stöðugleika og fyrirsjáanleika. Þess vegna geta skyndilegar breytingar ógnað stöðugleikanum og skapað óöryggistilfinningu sem síðan getur haft slæm áhrif á andlega heilsu og jafnvel aukið streitu. Viðbrögðin og þrautsegja hópsins skiptir mestu máli við slíkar aðstæður. Að skapaðar séu aðstæður þar sem leikmenn geta tjáð sig, komið með skoðanir og hugmyndir en líka spurt spurninga, án ótta við að verða sér til skammar eða skaða eigin stöðu í hópnum. Leikmenn Liverpool hafa eflaust þurft að leyfa sér að upplifa ýmsar erfiðar tilfinningar og aðlagast breyttum aðstæðum án Jota. Það hefur ef til vill líka reynst flókið fyrir nýja leikmenn liðsins að koma inn í hóp sem er að syrgja, ásamt því að þola pressuna sem fylgir því að spila fyrir Liverpool. Rannsókn á meðal íþróttafólks sem höfðu upplifað óvænt dauðsfall liðsfélaga sýndi að þau upplifðu ýmsar tilfinningar eins og depurð, reiði, kvíða en einnig afneitun og breytta sjálfsmynd. Þar kom í ljós að félagslegu stuðningur, samheldni og þrautsegja innan liðsins reyndist mikilvægur þáttur í að vinna úr sorginni. Áföll geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. Það getur upplifað svefntruflanir og minni áhuga á félagslegum aðstæðum eða félagslegri virkni. Hvað varðar sorgina er engin ein rétt leið. Sorg er eðlileg viðbragð við missi en það getur gerst að sá sem syrgir eigi erfitt með að finna fótfestu í daglegu lífi og tengslum. Það sem við vitum er að fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt og allt það „fyrsta án..“ er upplifað og það getur oft verið mjög erfitt. Það sem gerir úrvinnsluna ef til vill erfiðari eru aðstæðurnar. Leikmenn Liverpool eru í aðstæðum á hverjum degi sem minnir þá á áfallið og dregur jafnvel fram tilfinningaleg viðbrögð. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gengi Liverpool undanfarið hefur ekki verið gott, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef átt góðar samræður við nokkra stuðningsmenn Liverpool undanfarið sem velta fyrir sér hvað sé í gangi. Sérstaklega þegar litið er til þess að liðið vann ensku úrvalsdeildinna á síðasta tímabili og styrkti sig gríðarlega í sumar með góðum leikmönnum. Það eru eflaust ýmsar ástæður fyrir því en ég get ímyndað mér að skyndilegt fráfall Diogo Jota og bróður hans André Silva hafi haft mikil áhrif. Jafnvel meiri en fólk heldur. Þegar maður horfir á þetta utan frá, þá er auðvitað erfitt að átta sig á því hvernig og hversu mikil áhrif það hefur haft. Jurgen klopp lýsti því í viðtali um daginn hversu mikil áhrif fréttirnar höfðu á hann. Hann sagði frá því hversu frábær manneskja Jota var og hvað hann gaf liðinu mikið bæði á vellinum og í klefanum. Hann átti mjög erfitt með að sjá fyrir sér búningsklefann án hans. Eitthvað sem hefur líka verið erfitt fyrir leikmenn. Autt sæti í búningsklefanum. Á Anfield standa stuðningsmenn upp og syngja lag til heiðurs Jota á 20. mínútu í hverjum leik. Fyrir utan Anfield er minnisvarði þar sem stuðningsmenn setja niður blóm og trefla. Fallegt en á sama tíma stöðug áminning um þennan hræðileg atburð. Ungur drengur í blóma lífsins. Nýbúinn að gifta sig í sínum heimabæ þegar hann lendir í bílslysi – á leiðinni til Liverpool eftir sumarfrí. Það sem við vitum er að áföll og þá sérstaklega þegar þau eru skyndileg og óvænt geta haft mikil áhrif á líðan og erfiðara getur verið að vinna úr þeim. Þegar talað er um áfall þá er öllu jafna átt við um atburð sem er svo yfirþyrmandi að venjubundnar aðferðir okkar duga ekki til að takast á við hann og eða vinna úr honum. Það sem gerist hjá flestum er að áfallið yfirgnæfir allt en smám saman geta komið stuttar stundir þar sem fólk „gleymir sér“ og er að hugsa um eitthvað allt annað. Með tímanum lengjast þær en fólk getur orðið varnarlaust gagnvart bakslögum. Það má því teljast líklegt að leikmenn hafi upplifað líkamleg og eða andleg einkenni áfallsins. Til dæmis hef ég sérstaklega tekið eftir því hvað Salah hefur átt erfitt uppdráttar innan sem utan vallar en hann var eftir því sem ég best veit mjög náinn vinur Jota. Einkennin geta til dæmis verið þreyta, svefntruflanir, reiði, vonleysi, uppgjöf, einbeitingaskortur og pirringur. Íþróttafólk eins og aðrir sækja í stöðugleika og fyrirsjáanleika. Þess vegna geta skyndilegar breytingar ógnað stöðugleikanum og skapað óöryggistilfinningu sem síðan getur haft slæm áhrif á andlega heilsu og jafnvel aukið streitu. Viðbrögðin og þrautsegja hópsins skiptir mestu máli við slíkar aðstæður. Að skapaðar séu aðstæður þar sem leikmenn geta tjáð sig, komið með skoðanir og hugmyndir en líka spurt spurninga, án ótta við að verða sér til skammar eða skaða eigin stöðu í hópnum. Leikmenn Liverpool hafa eflaust þurft að leyfa sér að upplifa ýmsar erfiðar tilfinningar og aðlagast breyttum aðstæðum án Jota. Það hefur ef til vill líka reynst flókið fyrir nýja leikmenn liðsins að koma inn í hóp sem er að syrgja, ásamt því að þola pressuna sem fylgir því að spila fyrir Liverpool. Rannsókn á meðal íþróttafólks sem höfðu upplifað óvænt dauðsfall liðsfélaga sýndi að þau upplifðu ýmsar tilfinningar eins og depurð, reiði, kvíða en einnig afneitun og breytta sjálfsmynd. Þar kom í ljós að félagslegu stuðningur, samheldni og þrautsegja innan liðsins reyndist mikilvægur þáttur í að vinna úr sorginni. Áföll geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. Það getur upplifað svefntruflanir og minni áhuga á félagslegum aðstæðum eða félagslegri virkni. Hvað varðar sorgina er engin ein rétt leið. Sorg er eðlileg viðbragð við missi en það getur gerst að sá sem syrgir eigi erfitt með að finna fótfestu í daglegu lífi og tengslum. Það sem við vitum er að fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt og allt það „fyrsta án..“ er upplifað og það getur oft verið mjög erfitt. Það sem gerir úrvinnsluna ef til vill erfiðari eru aðstæðurnar. Leikmenn Liverpool eru í aðstæðum á hverjum degi sem minnir þá á áfallið og dregur jafnvel fram tilfinningaleg viðbrögð. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun