Haldið í vonina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. desember 2012 06:00 Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Árangur fundarins í Doha felst fyrst og fremst í tvennu. Í fyrsta lagi er gildistími Kyoto-bókunarinnar framlengdur um átta ár, fram til 2020. Þannig er eini lagalega bindandi samningurinn um loftslagsmál áfram í gildi, sem hefur líklega fyrst og fremst táknræna merkingu. Það hefur nefnilega kvarnazt úr þeim hópi iðnvæddra ríkja, sem í upphafi stóð að Kyoto-bókuninni. Bandaríkin staðfestu hana aldrei og nú hafa Rússland, Kanada og Japan sömuleiðis gengið úr skaftinu. Ríkin sem standa að bókuninni losa samanlagt aðeins um 15% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Í öðru lagi er að því stefnt að innan þriggja ára verði gerður nýr, lagalega bindandi samningur þar sem öll ríki, jafnt iðnríki sem þróunarríki, taki á sig skuldbindingar um að draga úr losun. Aðeins þannig er hægt að koma böndum á losun þeirra ríkja þar sem mengunin vex hraðast í dag, til dæmis Kína og Indlands. Það krefst þess hins vegar að ríku löndin hjálpi til með stuðningi við loftslagsvæna tækni. Þannig má segja að niðurstaðan í Doha þýði að enn megi halda í vonina um að það takist að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en tvær gráður, en víðtæk samstaða er meðal vísindamanna um að meiri hlýnun muni hafa afar skaðvænleg áhrif. Samkomulag árið 2015 er alls ekki í hendi. Saga loftslagsviðræðna undanfarinn hálfan annan áratug sýnir að gríðarlegir sérhagsmunir ríkja og atvinnugreina vinna gegn heildarhagsmunum mannkynsins af því að taka loftslagsvæna tækni í þjónustu sína og hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl. Ef nýr samningur á að nást saman á tilskildum tíma þannig að hann geti tekið gildi árið 2020, eins og stefnt er að, þarf almenningur í ríkjum heims að þrýsta miklu meira á ráðamenn en hingað til. Ísland getur verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja sem áfram halda tryggð við Kyoto-bókunina. Ísland hefur sömuleiðis bundið trúss sitt við framsæknustu ríkin í loftslagsmálum, Evrópusambandsríkin og Króatíu, sem taka á sig sameiginlega skuldbindingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á tímabilinu 1990-2020. Ísland nýtir ekki lengur sérstöðu sína varðandi endurnýjanlega orku til að sækjast eftir undanþágum og sérlausnum í loftslagsmálum, heldur ber sömu byrðar og önnur ríki. Enda er það svo að þrátt fyrir alla endurnýjanlegu, hreinu orkuna okkar er Ísland í hópi ríkja sem nota hvað mest jarðefnaeldsneyti á mann. Við þurfum að taka til hendinni heima fyrir, en líka að miðla þekkingu okkar til ríkja sem standa verr að vígi. Verkefni um stórfellda nýtingu jarðhita í Austur-Afríkuríkjum, sem Ísland stendur að ásamt Norræna þróunarsjóðnum, er dæmi um hvað við getum gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Árangur fundarins í Doha felst fyrst og fremst í tvennu. Í fyrsta lagi er gildistími Kyoto-bókunarinnar framlengdur um átta ár, fram til 2020. Þannig er eini lagalega bindandi samningurinn um loftslagsmál áfram í gildi, sem hefur líklega fyrst og fremst táknræna merkingu. Það hefur nefnilega kvarnazt úr þeim hópi iðnvæddra ríkja, sem í upphafi stóð að Kyoto-bókuninni. Bandaríkin staðfestu hana aldrei og nú hafa Rússland, Kanada og Japan sömuleiðis gengið úr skaftinu. Ríkin sem standa að bókuninni losa samanlagt aðeins um 15% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Í öðru lagi er að því stefnt að innan þriggja ára verði gerður nýr, lagalega bindandi samningur þar sem öll ríki, jafnt iðnríki sem þróunarríki, taki á sig skuldbindingar um að draga úr losun. Aðeins þannig er hægt að koma böndum á losun þeirra ríkja þar sem mengunin vex hraðast í dag, til dæmis Kína og Indlands. Það krefst þess hins vegar að ríku löndin hjálpi til með stuðningi við loftslagsvæna tækni. Þannig má segja að niðurstaðan í Doha þýði að enn megi halda í vonina um að það takist að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en tvær gráður, en víðtæk samstaða er meðal vísindamanna um að meiri hlýnun muni hafa afar skaðvænleg áhrif. Samkomulag árið 2015 er alls ekki í hendi. Saga loftslagsviðræðna undanfarinn hálfan annan áratug sýnir að gríðarlegir sérhagsmunir ríkja og atvinnugreina vinna gegn heildarhagsmunum mannkynsins af því að taka loftslagsvæna tækni í þjónustu sína og hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl. Ef nýr samningur á að nást saman á tilskildum tíma þannig að hann geti tekið gildi árið 2020, eins og stefnt er að, þarf almenningur í ríkjum heims að þrýsta miklu meira á ráðamenn en hingað til. Ísland getur verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja sem áfram halda tryggð við Kyoto-bókunina. Ísland hefur sömuleiðis bundið trúss sitt við framsæknustu ríkin í loftslagsmálum, Evrópusambandsríkin og Króatíu, sem taka á sig sameiginlega skuldbindingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á tímabilinu 1990-2020. Ísland nýtir ekki lengur sérstöðu sína varðandi endurnýjanlega orku til að sækjast eftir undanþágum og sérlausnum í loftslagsmálum, heldur ber sömu byrðar og önnur ríki. Enda er það svo að þrátt fyrir alla endurnýjanlegu, hreinu orkuna okkar er Ísland í hópi ríkja sem nota hvað mest jarðefnaeldsneyti á mann. Við þurfum að taka til hendinni heima fyrir, en líka að miðla þekkingu okkar til ríkja sem standa verr að vígi. Verkefni um stórfellda nýtingu jarðhita í Austur-Afríkuríkjum, sem Ísland stendur að ásamt Norræna þróunarsjóðnum, er dæmi um hvað við getum gert.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun