Menning

Kaupendur danssýninga skoða verk Margrétar Söru

Um 300 kaupendur danssýninga hvaðanæva úr heiminum hafa boðað komu sína á Icehot, kaupstefnu fyrir norræna danslist, sem hefst í Helsinki í Finnlandi í dag.

21 dansverk eftir marga af þekktustu danshópum Norðurlanda, verða sýnd á hátíðinni. Eitt íslenskt verk verður sýnt á hátíðinni, Soft Target eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur.

Dansmessan er haldin á vegum Leiklistarsambands Íslands, Danshallerne í Danmörku, Dansens Hus Noregi, Dansens Hus Svíþjóð og Dans Info Finland. Icehot var haldin fyrst í Svíþjóð 2010 er markmiðið halda hátíðina annað hvert ár. Stefnt er að hátíðin verði haldin hér á landi 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.