Fékk risatilboð frá Sherlock Holmes-fólki 14. desember 2012 14:45 Baltasar Kormákur getur valið úr tilboðum um þessar mundir. nordicphotos/getty Baltasar Kormákur getur valið úr tilboðum eftir frábært gengi Hollywood-myndarinnar Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og vel heppnaðar sýningar á Djúpinu erlendis. „Ég er búinn að fá nokkur tilboð eftir sýningar á henni [Djúpinu]. Risatilboð frá Warner Brothers og fleirum, þannig að hún mælist rosalega vel fyrir. Ég er búinn að gera Contraband og menn þekkja mig dálítið. Svo sjá þeir þessa mynd og sjá einhvern annan vinkil,“ segir leikstjórinn. „Þetta er eitthvað sem ég er að skoða, m.a. tilboð frá framleiðandanum að Sherlock Holmes-seríunni um að gera stóra mynd, hugsanlega byrjunina á myndaflokki í svipuðum stíl og Sherlock Holmes-dæmið.“ Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Baltasar kveðst renna blint í sjóinn varðandi möguleika myndarinnar á að fá tilnefningu. „Ég hef ekki séð hinar myndirnar. Þetta er eins og að hlaupa í kapp við einhvern sem maður veit ekki hvað hleypur hratt. En ég held í vonina. Það verður gaman ef það tekst.“ Leikstjórinn er staddur í Los Angeles að ljúka við svokallað „director‘s cut“ á spennumyndinni Two Guns með Denzel Washington og Wahlberg í aðalhlutverkum. Um tíu vikna ferli er að ræða þar sem Baltasar púslar myndinni saman og lýkur því núna rétt fyrir jólin. Næsta skref verður að fá viðbrögð fólks við útkomunni. Two Guns er dýrasta myndin sem hann hefur gert í kvikmyndaborginni og kostar um sjö milljarða króna eftir skattaafslátt. Frumsýning er fyrirhuguð 16. ágúst á næsta ári. Áframhaldandi vinna við Two Guns heldur áfram eftir áramót en að henni lokinni, eða í apríl, ferðast Baltasar til Ungverjalands og Berlínar þar sem hann leikstýrir prufuþætti fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð, The Missionary, á vegum sjónvarpsrisans HBO. Benjamin Walker, virtur sviðsleikari í New York, leikur aðalhlutverkið. „Þetta verður spennandi. Það er mjög eftirsótt að komast í þennan þátt og mikið af leikurum að reyna það,“ segir hann. Að þessu verkefni loknu mun Baltasar líklega leikstýra myndinni Everest sem er sannsöguleg og fjallar um óveður sem klifurmenn lentu í í hlíðum Everest, hæsta fjalli jarðar, árið 1996. Stefnan er að taka hana upp að mestum hluta á Íslandi. Einhverjar tökur verða líka á Everest í Nepal. Baltasar til halds og trausts verður bandaríski fjallagarpurinn David Breashears sem hefur oft farið á topp Everest og unnið sem ráðgjafi við myndirnar Cliffhanger og Seven Years in Tibet. „Hann þekkir þetta eins og lófann á sér.“ Framleiðendur verða Working Title og Universal og stefnir allt í að myndin verði sú dýrasta sem Baltasar hefur tekið sér fyrir hendur. Með skattaafslætti er reiknað með um 7,6 milljarða króna kostnaði. Núna styttist óðfluga í jólin og aðspurður segist Baltasar ætla að reyna að vera með fjölskyldunni heima á Íslandi yfir hátíðirnar. „Ég er ekkert búinn að vera heima síðan í febrúar, nema nokkrar vikur í kringum frumsýninguna á Djúpinu,“ segir leikstjórinn upptekni. freyr@frettabladid.isAFP/NordicPhotos Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Baltasar Kormákur getur valið úr tilboðum eftir frábært gengi Hollywood-myndarinnar Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og vel heppnaðar sýningar á Djúpinu erlendis. „Ég er búinn að fá nokkur tilboð eftir sýningar á henni [Djúpinu]. Risatilboð frá Warner Brothers og fleirum, þannig að hún mælist rosalega vel fyrir. Ég er búinn að gera Contraband og menn þekkja mig dálítið. Svo sjá þeir þessa mynd og sjá einhvern annan vinkil,“ segir leikstjórinn. „Þetta er eitthvað sem ég er að skoða, m.a. tilboð frá framleiðandanum að Sherlock Holmes-seríunni um að gera stóra mynd, hugsanlega byrjunina á myndaflokki í svipuðum stíl og Sherlock Holmes-dæmið.“ Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Baltasar kveðst renna blint í sjóinn varðandi möguleika myndarinnar á að fá tilnefningu. „Ég hef ekki séð hinar myndirnar. Þetta er eins og að hlaupa í kapp við einhvern sem maður veit ekki hvað hleypur hratt. En ég held í vonina. Það verður gaman ef það tekst.“ Leikstjórinn er staddur í Los Angeles að ljúka við svokallað „director‘s cut“ á spennumyndinni Two Guns með Denzel Washington og Wahlberg í aðalhlutverkum. Um tíu vikna ferli er að ræða þar sem Baltasar púslar myndinni saman og lýkur því núna rétt fyrir jólin. Næsta skref verður að fá viðbrögð fólks við útkomunni. Two Guns er dýrasta myndin sem hann hefur gert í kvikmyndaborginni og kostar um sjö milljarða króna eftir skattaafslátt. Frumsýning er fyrirhuguð 16. ágúst á næsta ári. Áframhaldandi vinna við Two Guns heldur áfram eftir áramót en að henni lokinni, eða í apríl, ferðast Baltasar til Ungverjalands og Berlínar þar sem hann leikstýrir prufuþætti fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð, The Missionary, á vegum sjónvarpsrisans HBO. Benjamin Walker, virtur sviðsleikari í New York, leikur aðalhlutverkið. „Þetta verður spennandi. Það er mjög eftirsótt að komast í þennan þátt og mikið af leikurum að reyna það,“ segir hann. Að þessu verkefni loknu mun Baltasar líklega leikstýra myndinni Everest sem er sannsöguleg og fjallar um óveður sem klifurmenn lentu í í hlíðum Everest, hæsta fjalli jarðar, árið 1996. Stefnan er að taka hana upp að mestum hluta á Íslandi. Einhverjar tökur verða líka á Everest í Nepal. Baltasar til halds og trausts verður bandaríski fjallagarpurinn David Breashears sem hefur oft farið á topp Everest og unnið sem ráðgjafi við myndirnar Cliffhanger og Seven Years in Tibet. „Hann þekkir þetta eins og lófann á sér.“ Framleiðendur verða Working Title og Universal og stefnir allt í að myndin verði sú dýrasta sem Baltasar hefur tekið sér fyrir hendur. Með skattaafslætti er reiknað með um 7,6 milljarða króna kostnaði. Núna styttist óðfluga í jólin og aðspurður segist Baltasar ætla að reyna að vera með fjölskyldunni heima á Íslandi yfir hátíðirnar. „Ég er ekkert búinn að vera heima síðan í febrúar, nema nokkrar vikur í kringum frumsýninguna á Djúpinu,“ segir leikstjórinn upptekni. freyr@frettabladid.isAFP/NordicPhotos
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp