Mengaða matarframleiðslulandið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. desember 2012 06:00 Ísland stendur hinum norrænu ríkjunum langt að baki í hreinsun skólps frá íbúðabyggð í þéttbýli og atvinnurekstri. Í úttekt Björns Gíslasonar, meistaranema í blaða- og fréttamennsku, sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni, kemur fram að fjórðungur Íslendinga býr ekki við neina skólphreinsun. Sú tala gæti reyndar verið vanmetin, því að í tölum Umhverfisstofnunar er gengið út frá því að öll hús í dreifbýli séu með rotþró en vitað er að það á ekki alltaf við. Staðan er svona þrátt fyrir að frestur sveitarfélaga til að koma frárennslismálum sínum í lag hafi runnið út fyrir sjö árum. Heilmikill árangur náðist þó á síðasta áratug og munar þar mest um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest af skólpinu fellur til, gerðu átak í hreinsun skólps. Sama á við um einstök sveitarfélög úti um land, til dæmis Hveragerði, Egilsstaði, Flúðir, Borg í Grímsnesi og þorp og byggðakjarna í Borgarfirði. Reglurnar um skólphreinsun eru samevrópskar. Meginmarkmið þeirra er að vernda yfirborðsvatn fyrir skólpmengun. „Það þarf að standa vörð um mikilvægustu auðlindir Íslendinga, sem eru hafið og ferskvatnið, og tryggja heilnæmt umhverfi fyrir framleiðslu matvæla," sagði Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hér í blaðinu. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Reglurnar eru ekki bara eitthvert tuð frá Brussel, sem bezt er að humma fram af sér, heldur miða þær að því að tryggja sjálfa lífsafkomu þjóðarinnar, sem byggist að stórum hluta á framleiðslu matvæla. Þess vegna vekur líka athygli að í hópi sveitarfélaga sem enn hafa gert lítið í að koma skólpmálunum í lag skuli vera staðir sem lifa að miklu leyti á framleiðslu sjávar- eða landbúnaðarafurða, eins og Akureyri, Árborg, Vestmannaeyjar og Grindavík. Sveitarstjórnarmenn bera við miklum kostnaði við hreinsimannvirkin og það eru auðvitað rök sem mark er takandi á. Þó er í úttekt Björns bent á að kostnaðurinn hefur ekki verið hindrun víða í nágrannalöndunum og ekki heldur í tiltölulega litlum sveitarfélögum á borð við Hveragerði, þar sem rekin er skólphreinsun sem stendur flestum öðrum í landinu framar. Að einhverju leyti er þetta spurning um viðhorf; sams konar tvískinnung og kom fram í sorpbrennslumálunum sem hafa verið í brennidepli undanfarin tvö ár. Öllum þótti á sínum tíma sjálfsagt að berjast fyrir alþjóðlegum reglum gegn mengun sem bitnar ekki sízt á hagsmunum Íslands sem fiskveiðiríkis. Um leið þótti mörgum jafnsjálfsagt að íslenzk sveitarfélög, sem mörg hver lifa á fiskveiðum, færu fram á undanþágur frá reglunum af því að það væri svo dýrt að framfylgja þeim. Enn harma íslenzkir sveitarstjórnarmenn, sumir tárvotir, að mega ekki dæla díoxíni frá sorpbrennslum út í umhverfið. Land sem ætlar að halda áfram að byggja á matvælaframleiðslu, og reyndar ekki síður ferðaþjónustu, getur ekki verið þekkt fyrir neitt annað en að hafa skólp- og frárennslismál í lagi. Málið er í raun ekki flóknara en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Ísland stendur hinum norrænu ríkjunum langt að baki í hreinsun skólps frá íbúðabyggð í þéttbýli og atvinnurekstri. Í úttekt Björns Gíslasonar, meistaranema í blaða- og fréttamennsku, sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni, kemur fram að fjórðungur Íslendinga býr ekki við neina skólphreinsun. Sú tala gæti reyndar verið vanmetin, því að í tölum Umhverfisstofnunar er gengið út frá því að öll hús í dreifbýli séu með rotþró en vitað er að það á ekki alltaf við. Staðan er svona þrátt fyrir að frestur sveitarfélaga til að koma frárennslismálum sínum í lag hafi runnið út fyrir sjö árum. Heilmikill árangur náðist þó á síðasta áratug og munar þar mest um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest af skólpinu fellur til, gerðu átak í hreinsun skólps. Sama á við um einstök sveitarfélög úti um land, til dæmis Hveragerði, Egilsstaði, Flúðir, Borg í Grímsnesi og þorp og byggðakjarna í Borgarfirði. Reglurnar um skólphreinsun eru samevrópskar. Meginmarkmið þeirra er að vernda yfirborðsvatn fyrir skólpmengun. „Það þarf að standa vörð um mikilvægustu auðlindir Íslendinga, sem eru hafið og ferskvatnið, og tryggja heilnæmt umhverfi fyrir framleiðslu matvæla," sagði Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hér í blaðinu. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Reglurnar eru ekki bara eitthvert tuð frá Brussel, sem bezt er að humma fram af sér, heldur miða þær að því að tryggja sjálfa lífsafkomu þjóðarinnar, sem byggist að stórum hluta á framleiðslu matvæla. Þess vegna vekur líka athygli að í hópi sveitarfélaga sem enn hafa gert lítið í að koma skólpmálunum í lag skuli vera staðir sem lifa að miklu leyti á framleiðslu sjávar- eða landbúnaðarafurða, eins og Akureyri, Árborg, Vestmannaeyjar og Grindavík. Sveitarstjórnarmenn bera við miklum kostnaði við hreinsimannvirkin og það eru auðvitað rök sem mark er takandi á. Þó er í úttekt Björns bent á að kostnaðurinn hefur ekki verið hindrun víða í nágrannalöndunum og ekki heldur í tiltölulega litlum sveitarfélögum á borð við Hveragerði, þar sem rekin er skólphreinsun sem stendur flestum öðrum í landinu framar. Að einhverju leyti er þetta spurning um viðhorf; sams konar tvískinnung og kom fram í sorpbrennslumálunum sem hafa verið í brennidepli undanfarin tvö ár. Öllum þótti á sínum tíma sjálfsagt að berjast fyrir alþjóðlegum reglum gegn mengun sem bitnar ekki sízt á hagsmunum Íslands sem fiskveiðiríkis. Um leið þótti mörgum jafnsjálfsagt að íslenzk sveitarfélög, sem mörg hver lifa á fiskveiðum, færu fram á undanþágur frá reglunum af því að það væri svo dýrt að framfylgja þeim. Enn harma íslenzkir sveitarstjórnarmenn, sumir tárvotir, að mega ekki dæla díoxíni frá sorpbrennslum út í umhverfið. Land sem ætlar að halda áfram að byggja á matvælaframleiðslu, og reyndar ekki síður ferðaþjónustu, getur ekki verið þekkt fyrir neitt annað en að hafa skólp- og frárennslismál í lagi. Málið er í raun ekki flóknara en það.