Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus 19. desember 2012 09:00 Jólahjólatúr Nýi hjólastígurinn var vígður með pompi og prakt. Mynd/Daði gunnlaugsson Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. Með lagningu þessa stofnstígs frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð að gönguleið við verslun Bauhaus eru stígakerfi sveitarfélaganna tengd saman. Nýi stígurinn er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og er nú hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn við verkið var um 60 milljónir sem deilist á aðstandendur þess. Verktakafélagið Glaumur sá um framkvæmdina en verkið fól meðal annars í sér gerð göngubrúar og um fimm þúsund fermetra malbikslögn. Þá var gengið frá ræsum og 38 ljósastólpar settir upp. Stígurinn liggur í gegnum skógræktina og var rutt fyrir honum í fullu samráði við Skógræktarfélagið. Meðal annars voru þau tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður á náttúrulegan hátt og gróðurþekja úr stígstæðinu var endurnýtt á fláa við stíginn. Í vor verður gengið frá yfirborðsmerkingum þar sem skilið verður á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. - þj Fréttir Tengdar fréttir Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. Með lagningu þessa stofnstígs frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð að gönguleið við verslun Bauhaus eru stígakerfi sveitarfélaganna tengd saman. Nýi stígurinn er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og er nú hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn við verkið var um 60 milljónir sem deilist á aðstandendur þess. Verktakafélagið Glaumur sá um framkvæmdina en verkið fól meðal annars í sér gerð göngubrúar og um fimm þúsund fermetra malbikslögn. Þá var gengið frá ræsum og 38 ljósastólpar settir upp. Stígurinn liggur í gegnum skógræktina og var rutt fyrir honum í fullu samráði við Skógræktarfélagið. Meðal annars voru þau tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður á náttúrulegan hátt og gróðurþekja úr stígstæðinu var endurnýtt á fláa við stíginn. Í vor verður gengið frá yfirborðsmerkingum þar sem skilið verður á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. - þj
Fréttir Tengdar fréttir Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00