Meistarabarátta um efsta sætið Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum. Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum.
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira