Þau tíu bestu á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 07:00 Heiðar Helguson fékk útnefninguna í fyrra. Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna Innlendar Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna
Innlendar Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira