Veit allt um Vafninga 29. desember 2012 08:00 "Fyrir fyrsta áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað "sketch“ á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt,“ segir Anna, sem hefur haft í nógu að snúast á þeim vettvangi síðan.fréttablaðið/stefán Ég þekki alveg jafn margar fyndnar stelpur og fyndna stráka," segir Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, sem er meðal handritshöfunda áramótaskaupsins í fjórða sinn í ár. Hún hefur ávallt verið eina konan í hópnum og sama á við í fleiri verkefnum sem snúa að handritsgerð og uppistandi. En af hverju ertu alltaf eina stelpan? „Ég verð eiginlega að svara þessari spurningu þannig að þú ert að spyrja vitlausa manneskju. Það þarf að spyrja þær sem eru ekki að gera þetta!" segir Anna. „Ég er oft spurð að þessu og hef hugsað mikið um þetta. Ef við tökum dæmi þá er meirihluti þeirra sem eru í pólitík karlar en samt finnst mér karlar ekkert leiðinlegri fyrir vikið." Vinna að Áramótaskaupinu hefst ár hvert í september. „Þá hugsa ég: „ókei, hvað gerðist eiginlega á árinu?"" lýsir hún. „Þá hefst tímabilið þar sem ég skoða Mbl, Vísi og fylgist með fréttatímum. Núna veit ég allt um Vafningsmálið og eitthvað sem mér er alveg sama um dagsdaglega," segir hún ánægð. Handritshöfundar í ár eru, auk Önnu, þeir Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hjálmar Hjálmarsson og Sævar Sigurgeirsson. „Við Sævar höfum verið öll árin með Gunnari Birni [Guðmundssyni] leikstjóra. Síðan er alltaf gott að hafa gaura eins og Hjálmar. Hann er mikið í pólitíkinni og fylgist vel með. Það sama á við um Halldór teiknara því hann teiknar mynd á hverjum degi. Í raun þarf ég ekki tímarit.is heldur sný ég mér bara að þeim," segir hún og játar að þeir séu eiginlega tímarit.is í mannsmynd. „Fyrir fyrsta Áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað „sketch" á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt," segir Anna sem hefur haft í nógu að snúast á þessum vettvangi. „Við Hugleikur Dagsson og bróðir hans, Þormóður, vorum að klára teiknimyndaseríu sem við förum í tökur á í janúar," lýsir hún. „Síðan var ég að skrifa Hæ Gosa en nýjasta serían byrjar í janúar á Skjá einum." En hvernig er að vinna sem handritshöfundur? „Það er draumavinnan mín. Þetta er svona eins og þegar maður var lítill. Maður stendur bara og spyr: „En hvað ef þetta gerist? Eða þetta? Hey ef að minn karl myndi allt í einu gera svona…"" leikur hún. Í kvöld kemur hún fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20 og 23 en hún kynntist Ara Eldjárni einmitt við skrif Áramótaskaupsins líkt og Baldvini Z, framleiðanda Hæ Gosa. „Ég hef verið heppin að fá að skrifa með frábæru fólki sem vill fá mig aftur í vinnu. Svo ég hef grætt miklu meira á þessu en bara Skaupið," segir hún og hlær. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég þekki alveg jafn margar fyndnar stelpur og fyndna stráka," segir Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, sem er meðal handritshöfunda áramótaskaupsins í fjórða sinn í ár. Hún hefur ávallt verið eina konan í hópnum og sama á við í fleiri verkefnum sem snúa að handritsgerð og uppistandi. En af hverju ertu alltaf eina stelpan? „Ég verð eiginlega að svara þessari spurningu þannig að þú ert að spyrja vitlausa manneskju. Það þarf að spyrja þær sem eru ekki að gera þetta!" segir Anna. „Ég er oft spurð að þessu og hef hugsað mikið um þetta. Ef við tökum dæmi þá er meirihluti þeirra sem eru í pólitík karlar en samt finnst mér karlar ekkert leiðinlegri fyrir vikið." Vinna að Áramótaskaupinu hefst ár hvert í september. „Þá hugsa ég: „ókei, hvað gerðist eiginlega á árinu?"" lýsir hún. „Þá hefst tímabilið þar sem ég skoða Mbl, Vísi og fylgist með fréttatímum. Núna veit ég allt um Vafningsmálið og eitthvað sem mér er alveg sama um dagsdaglega," segir hún ánægð. Handritshöfundar í ár eru, auk Önnu, þeir Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hjálmar Hjálmarsson og Sævar Sigurgeirsson. „Við Sævar höfum verið öll árin með Gunnari Birni [Guðmundssyni] leikstjóra. Síðan er alltaf gott að hafa gaura eins og Hjálmar. Hann er mikið í pólitíkinni og fylgist vel með. Það sama á við um Halldór teiknara því hann teiknar mynd á hverjum degi. Í raun þarf ég ekki tímarit.is heldur sný ég mér bara að þeim," segir hún og játar að þeir séu eiginlega tímarit.is í mannsmynd. „Fyrir fyrsta Áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað „sketch" á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt," segir Anna sem hefur haft í nógu að snúast á þessum vettvangi. „Við Hugleikur Dagsson og bróðir hans, Þormóður, vorum að klára teiknimyndaseríu sem við förum í tökur á í janúar," lýsir hún. „Síðan var ég að skrifa Hæ Gosa en nýjasta serían byrjar í janúar á Skjá einum." En hvernig er að vinna sem handritshöfundur? „Það er draumavinnan mín. Þetta er svona eins og þegar maður var lítill. Maður stendur bara og spyr: „En hvað ef þetta gerist? Eða þetta? Hey ef að minn karl myndi allt í einu gera svona…"" leikur hún. Í kvöld kemur hún fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20 og 23 en hún kynntist Ara Eldjárni einmitt við skrif Áramótaskaupsins líkt og Baldvini Z, framleiðanda Hæ Gosa. „Ég hef verið heppin að fá að skrifa með frábæru fólki sem vill fá mig aftur í vinnu. Svo ég hef grætt miklu meira á þessu en bara Skaupið," segir hún og hlær.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp