Mega ekki sitja klofvega á mótorhjólum 7. janúar 2013 16:15 Þessi kona verður ekki handtekin fyrir að sitja ranglega á mótorhjóli í Ache Í síðustu árum hafa sífellt strangari Sharialög tekið gildi í AcheÍ Ache héraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað "óeðli" í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent
Í síðustu árum hafa sífellt strangari Sharialög tekið gildi í AcheÍ Ache héraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað "óeðli" í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent