Gunnar Nelson og Mjölnir mokuðu til sín verðlaunum á uppskeruhátíð Cage Contender í Dublin í gærkvöld. Gunnar hlaut tvö verðlaun og Mjölnir var valið lið ársins.
Gunnar var valinn bardagamaður ársins og fékk einnig verðlaun fyrir uppgjafartak ársins. Það fékk hann fyrir frammistöðu sína í bardaga gegn Alexander Butenko.
Mikill heiður fyrir Gunnar sem er að vera stórstjarna í heimi blandaðra bardagalista.
Árni Ísaksson var tilnefndur til tveggja verðlauna en fékk ekki verðlaun að þessu sinni.
Sport