Lækka verð í Skjálfandafljóti Kristján Hjálmarsson skrifar 16. janúar 2013 15:09 Úr Skjálfandafljóti. Þessi væni fiskur fékkst í Barnafellinu í Skjálfandafljóti. Mynd/Lax-á.is Lax-á hefur ákveðið að lækka verð á veiðileyfum í Skjálfandafljóti um 20-25% fyrir komandi sumar á ákveðnum tímabilum. "Við ræddum við landeigendur þar sem það varð aflabrestur um land allt í fyrra og markaðurinn hefur verið þyngri fyrir vikið," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. "Við ræddum málin og báðir aðilar gáfu eftir svo hægt væri að lækka verðið. Þetta er í það minnsta ljós punktur og gott fordæmi." Stefán segir að veiðin síðasta sumar hafi verið eins og mörgum öðrum ám - ágæt til að byrja með en síðri seinni parts sumars. "Það var mikið af stórlaxi í júní og júli en vantaði svolítið af smálaxi seinni partinn." Stefán segist ekki getað svarað því hvort verð á veiðileyfum í öðrum ám muni einnig lækka. "Ég vildi óska þess að ég gæti svarað því. Það er misjafnt hvort menn ná að komast að svona samkomulagi. Það er ekki allsstaðar sem við mætum svona skilningi. Ég hugsa að flestir leigutakar séu að reyna. Sumsstaðar er ástæða til að lækka verð en sumsstaðar ekki, það er bara misjafnt eftir ám." Veiðileyfi í Skjálfandafljót verða sett í sölu á agn.is á næstu dögum. Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði
Lax-á hefur ákveðið að lækka verð á veiðileyfum í Skjálfandafljóti um 20-25% fyrir komandi sumar á ákveðnum tímabilum. "Við ræddum við landeigendur þar sem það varð aflabrestur um land allt í fyrra og markaðurinn hefur verið þyngri fyrir vikið," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. "Við ræddum málin og báðir aðilar gáfu eftir svo hægt væri að lækka verðið. Þetta er í það minnsta ljós punktur og gott fordæmi." Stefán segir að veiðin síðasta sumar hafi verið eins og mörgum öðrum ám - ágæt til að byrja með en síðri seinni parts sumars. "Það var mikið af stórlaxi í júní og júli en vantaði svolítið af smálaxi seinni partinn." Stefán segist ekki getað svarað því hvort verð á veiðileyfum í öðrum ám muni einnig lækka. "Ég vildi óska þess að ég gæti svarað því. Það er misjafnt hvort menn ná að komast að svona samkomulagi. Það er ekki allsstaðar sem við mætum svona skilningi. Ég hugsa að flestir leigutakar séu að reyna. Sumsstaðar er ástæða til að lækka verð en sumsstaðar ekki, það er bara misjafnt eftir ám." Veiðileyfi í Skjálfandafljót verða sett í sölu á agn.is á næstu dögum.
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði