Jón Margeir og Íris Mist best í Kópavogi 10. janúar 2013 17:30 Íþróttamenn Kópavogs með verðlaunin sín. Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Jón Margeir og Íris Mist voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum og almenningi í bænum. Íþróttaráð Kópavogs hafði veg og vanda að hátíðinni. Jón Margeir varð á árinu Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíuleikunum í London, þegar hann synti á tímanum 1:59,93 mínútum og setti þar með einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi á Gullmóti KR í febrúar og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu á miðju sumri í 800 metra skriðsundi. Þá varð Jón Margeir Íslandsmeistari í fjölda greina á árinu og setti einnig nokkur ný Íslandsmet. Jón Margeir er því margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitilinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus í Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkunum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum. Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Jón Margeir og Íris Mist voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum og almenningi í bænum. Íþróttaráð Kópavogs hafði veg og vanda að hátíðinni. Jón Margeir varð á árinu Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíuleikunum í London, þegar hann synti á tímanum 1:59,93 mínútum og setti þar með einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi á Gullmóti KR í febrúar og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu á miðju sumri í 800 metra skriðsundi. Þá varð Jón Margeir Íslandsmeistari í fjölda greina á árinu og setti einnig nokkur ný Íslandsmet. Jón Margeir er því margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitilinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus í Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkunum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum.
Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira