Jón Margeir og Íris Mist best í Kópavogi 10. janúar 2013 17:30 Íþróttamenn Kópavogs með verðlaunin sín. Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Jón Margeir og Íris Mist voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum og almenningi í bænum. Íþróttaráð Kópavogs hafði veg og vanda að hátíðinni. Jón Margeir varð á árinu Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíuleikunum í London, þegar hann synti á tímanum 1:59,93 mínútum og setti þar með einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi á Gullmóti KR í febrúar og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu á miðju sumri í 800 metra skriðsundi. Þá varð Jón Margeir Íslandsmeistari í fjölda greina á árinu og setti einnig nokkur ný Íslandsmet. Jón Margeir er því margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitilinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus í Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkunum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum. Innlendar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Jón Margeir og Íris Mist voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum og almenningi í bænum. Íþróttaráð Kópavogs hafði veg og vanda að hátíðinni. Jón Margeir varð á árinu Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíuleikunum í London, þegar hann synti á tímanum 1:59,93 mínútum og setti þar með einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi á Gullmóti KR í febrúar og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu á miðju sumri í 800 metra skriðsundi. Þá varð Jón Margeir Íslandsmeistari í fjölda greina á árinu og setti einnig nokkur ný Íslandsmet. Jón Margeir er því margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitilinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus í Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkunum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum.
Innlendar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira