Jón Margeir og Íris Mist best í Kópavogi 10. janúar 2013 17:30 Íþróttamenn Kópavogs með verðlaunin sín. Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Jón Margeir og Íris Mist voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum og almenningi í bænum. Íþróttaráð Kópavogs hafði veg og vanda að hátíðinni. Jón Margeir varð á árinu Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíuleikunum í London, þegar hann synti á tímanum 1:59,93 mínútum og setti þar með einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi á Gullmóti KR í febrúar og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu á miðju sumri í 800 metra skriðsundi. Þá varð Jón Margeir Íslandsmeistari í fjölda greina á árinu og setti einnig nokkur ný Íslandsmet. Jón Margeir er því margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitilinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus í Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkunum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum. Innlendar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Jón Margeir og Íris Mist voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum og almenningi í bænum. Íþróttaráð Kópavogs hafði veg og vanda að hátíðinni. Jón Margeir varð á árinu Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíuleikunum í London, þegar hann synti á tímanum 1:59,93 mínútum og setti þar með einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi á Gullmóti KR í febrúar og annað heimsmet leit dagsins ljós á Opna þýska meistaramótinu á miðju sumri í 800 metra skriðsundi. Þá varð Jón Margeir Íslandsmeistari í fjölda greina á árinu og setti einnig nokkur ný Íslandsmet. Jón Margeir er því margfaldur Íslandsmeistari árið 2012, þrefaldur heimsmethafi, ólympíumótsmethafi og gullverðlaunahafi í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í London. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitilinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus í Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkunum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum.
Innlendar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira