Lífið

Fanta flott á forsýningu Fáðu já!

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstakri forsýningu myndarinnar Fáðu já! í Bíó Paradís þriðjudaginn 29. janúar klukkan 12:00. Aðstandendur myndarinnar ásamt velferðarráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddir eins og sjá má á myndunum.

Leikstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson. Handrit myndarinnar og hugmyndafræði er úr smiðju Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Framleiðandi er Zetafilm.

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd, ætluð unglingum. Í myndinni er leitast við að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu og jákvæðni í nánum samskiptum. Kynlíf ætti að vera jákvæð og skemmtileg reynsla fyrir þá sem það stunda, þegar hver og einn er tilbúinn til.

Allir geta séð myndina í fullri lengd í háskerpu á heimasíðunni www.faduja.is. Þar er líka hægt að nálgast myndina textaða á ensku, pólsku, spænsku, dönsku, filippeysku, tælensku og íslensku fyrir heyrnardaufa.

Sjá myndirnar hér.

Ljósmyndir/Stefán





Fleiri fréttir

Sjá meira


×